Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Page 58
á Kleppi leystur frá störfum. — Helgi Tómasson
dr. med. ráðinn forstöðumaður hælisins.
Dec. 23. Högni Björnsson læknir skipaður héraðs-
læknir í Ögurhéraði, frá */1 n< ár.
— 28. Ólafi Thors dómsmálaráðherra veitt lausn frá
embættinu. — Magnús Guðmundsson fyrrum
dómsmálaráðherra skipaöur i pað. —
í p. m. var Albert Kvaal forstjóri í Osló særad-
ur stórriddarakrossi fálkaorðunnar.
Á árinu hlutu verðlaun úr hetjusjóði Carnegies:
Katrin Jónsdóttir kennslukona i Hraunkoti i Land-
broti, 400 kr., fyrir hreystiiega framkomu og snar-
ræði við bruna i Flögu i Skaftártungu aðfn. */i«
1930, og Ólöf Sigurðardóttir verkakona á Akureyri,
1600 krónur, fyrir vasklega framgöngu, er hún
gerði tilraun til að bjarga konu úr bruna á Akur-
eyri, fyrir nokkurum árum.
[1930 : 6. mars var Birni Björnssyni hirðbakara
i Rvik leyft að bera riddarakross frakknesku orð-
unnar Ordre de l’Etoile Noire. — 15. apríl var
Holger Flack de Neergaard verkfr. í Khöfn sæmd-
ur stórriddarakrossi fálkaorðunnar. — 2. júní
sæmdir riddarakrossi sömu orðu: Einar Muuks-
gaard forlagsbóksali i Khöfn, Peer Goe Jacobsen
stórkaupmaður í Khöfn, og Pórður Tómas Tóm-
asson klausturprestur í Vemmetofte. — 26. júní
voru allir alpingismenn páverendi, og fulltrúar, er
alpingi hafði boðið á alpingishátiðina og koruið
höfðu, sæmdir heiðursmerki hátiðarinnar. —
Sæmdir stórriddarakrossi fálkaorðunnar, með
stjörnu: Gustav Roos landshöfðingi i Sviariki,
Hallin kabinetskammerherra i Sviariki, O. B. Bart-
ness pingmaður i Norður-Dakota, Paavo Emil Virk-
kunen kennslumálaráðherra i Finnlandi og Peter
Norbeck pingmaður i Suður-Dakota. — Sæmdir
stórriddarakrossi sömu orðu, án stjörnu: Carl
Nielsen tónskáld i Khöfn, og de Solminihac sjó-
(54)