Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Qupperneq 72
Krabbamein.
Eftir Dr. med. G. Claessen.
J?sð er algeogt, að menn álíti krabbamein kvala-
fullan og með öllu ólæknandi sjúkdóm, og sé sama
sem dauðadómur uppkveðinn yfir sjúklingi, sem
læknir telur hafa þessa meinsemd. Almennt er lika
talið, að meinsemdirnar séu í hröðum vexti og verði
æ lleiri mönnum að liftjóni með ári hverju. Pað
getur þvi ekki talizt ófyrirsynju, þótt lýsl sé, hvað
muni valda þessari hörmung, hvort nokkur leið sé
að koma í veg fyrir krabbamein og lækna það, eða
hvort læknavisindin staðfesti hinn mikla ugg og von-
leysi almennings gagnvart sjúkdómi þessum. Petta
eru atriði, sem alla varða, unga sem gamla, karla
sem konur, þvi að úr öllum ættum og öllum
stéttum verða menn þessum vágesti að bráð.
Krabbamein legst á alla þjóðflokka mannkynsins. Og
ekki nóg með það. Pað eru ekki mennimir einir,
sem taka þenna sjúkdóm, en málleysingjarnir með.
Ýmisleg húsdýr, svo sem hundar og kettir, hross
og nautgripir fá krabbamein, þótt ekki sé það al-
gengt, og sama er um mýs og rottur.
Úllit og háttsemi meinanna. Byrjunarstig krabba-
meinsins er ofurlítið herzli eða þykkildi, sem mynd-
ast í holdinu. Pessi hnúður fer svo stækkandi, og
vaxa stundum út frá meininu hríslur eða angar til
ýmsra hliða. Pótti fornaldarlæknum þessi lögun vera
áþekk því sem fætur ganga út frá krabbadýri, og er
því m. a. lýst af hinum stórmerka grfska lækni Gale-
nos, sem var uppi á 2. öld e. Kr. Þótt samlikingin
sé langsótt, hlaut sjúkdómurinn nafnið krabbi, á
læknamáli cancer eftir samnefndu latnesku orði, eða
carcinoma eftir griska orðinu á krabba (»karkínos«).
(68)