Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Síða 75
Aldar og kijn sjúklinganna. Flestir sem fá krabba-
mein eru komnir af unga aldri. Læknar tala um, að
menn séu komnir á »krabbameinsaldur«, og er það
vegna þess, að sjúklingarnir eru venjulega á aldr-
inum frá hálf-fimmtugu til hálf-sjötugs, þegar þeir
taka þenna sjúkdóm. Það verður reyndar enginn svo
gamall, að hann geti ekki orðið fyrir því að fá þenna
krankleika. En börn og unglingar eru ekki heldur
öruggir, eins og vikið hefir verið að. Sérstök tegund
illkynjaðra meinsemda — svonefnd sarkmein — taka
menn jafnt á öllum aldri; jafnvel ung börn verða
þessum sjúkdómi að bráð, og eru meinin þá ýmist
útvortis eða innvortis.
Yfirleitt má segja, að hjá körlum séu meinin al-
gengust í meltingarfærunum, en hjá konum i brjóst-
inu og leginu. Brjóstmeinin eru jafnvel algengari hjá
konurn, sem aldrei hafa alið börn, heldur en hjá
mæðrunum.
Óltinn við krabbamein. Pað er ekki að furða, þótt
almenningi standi stuggur af illkynjuðum meinsemd-
um. Flestir Iíta svo á, að maður, sem fær krabba-
mein, eigi ekki annað fram undan, en sárar þjáningar
og visan dauða. En þetta eru öfgar, sem eiga sér
engan stað. Því fer fjarri, að miklar þjáningar séu
ætíð samfara þessum sjúkdómi. Petta fer mjög eftir
aðsetri meinsins og ástæðum öllum. Pví miður líða
margir sjúklingar mikið, og er sárt fyrir lækna að
geta þá ekki hjálpaö. En aörir taka ekki mikiö út.
Sjúkdómurinn hagar sér oft sem uppdráttarsýki,
megrun og magnleysi, samfara nokkurri vanlíðan, án
þess að miklar þjáningar fylgi. Pað væri erfitt fyrir
flesta að eiga að velja sér dauðamein, þótt þeim væri
það í sjálfsvaid sett. En það eru ýmsir sjúkdómar,
sem þjá sjúklingana ekki síður en krabbamein. Það
fer allt eftir ástæðum; sumir þjást mikið, en aðrir
tærast upp, án þess að taka mikiö út.
P > er það líka of mikið svartsýni, að álíta krabba-
(71)