Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Side 78
Stundum ganga menn lengi með húðkrabba i and-
Jiti, án þess að nokkuð sé aðgert. Langvarandi skein-
ur eða sprungur í vör, eða annarsstaðar i andliti, eru
mjög grunsamlegar, ef herzli er um sárið, og blóð-
vætl með köflum. Penna krabba má lækna nærri þvi
undantekningarlaust, ef sjúklingar draga ekki að leita
sér lækninga, þangað til meinið er vaxið að beini,
eða gengið i eitla. Stundum vaxa meinin úr vörtu
eða fæðÍDgarbletti.
Hér hefir nú verið drepið á, hvað er að varast í
byrjun við nokkur algeng mein. Pað er auðvelt að
kenna heilræði. En margföld reynsla sýnir, að
fólk fer misjafnlega mikið eftir þeim. Tilefnin til
þess, að menn draga að sýna læknum þessi mein,
eru tvenns konar. Almenningur hugsar, að krabba-
mein geti ekki verið á ferðinni, nema samfara þján-
ingum. Petta er mesti misskilningur. Prautirnar koma
aldrei fyr en sjúkdómurinn tekur meira um sig.
Hin ástæðan er beygur manna við að fá úrskurð
um meinið. Og óneitanlega er það mjög mann-
iegt að álykta svo: Frestur á illu er beztur. En þá
fara líka batahorfurnar eftir því. Beygurinn við
krabbameinið orsakast að nokkru leyti af þvi, að
mörgum er ókunnugt um, hve mikla hjálp má fá —
«g oft fullan bata — og þykir því vonlitið að gefa
sig fram.
Hræðsla við sjúkdóma fer reyndar eftir þvi, hve
þeir eru algengir, og ekki siður, hve mikið er starfað
af hálfu læknanna og hins opinbera, til þess að
kynna almenningi orsakir, eðli og háttsemi sjúkdóms-
ins, og live víðtækar ráðstafanir eru gerðar til hjúkr-
unar og lækninga. Sumstaðar erlendis eru sérstakir
spitalar og lækningastofur fyrir krabbamein. í Lnnd-
únum er 80 ára gamall spítali, sem ber nafnið »Can-
cer Hospitak, þ. e. krabbameins-spítali. Aliir sjúkl-
ingarnir hafa þenna sjúkdóm, og vita það. En ekki
hefi ég getað séð, við heimsókn á þessum spítala, að
(74)