Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Side 81
aemdunutn og halda þeim með lífi í sérstökum vökv-
um utan likamans, til margvislegra athugana.
Nákvæmlega hafa Jæknar kynnt sér ýmisleg ytri
atvik og tækifæri, sem oft eru undanfari krabba-
meins. Margföld reynsla sýnir, að krabbi getur vaxið
þar sem tannbrot eða illa gerðir tanngómar mæöa
og særa tannhold og munnslímhúð. Sama á sér stað í
vörinni undan tóbaksþípum, sérstaklega krítarþíþum,
sem reykingamenn halda á sama stað í munninum.
Mikill og eudurtekinn hiti á sérstakan stað gerir
holdið veikara fyrir. Þannig fá Austurlandabúar
krabbamein í góminn undan brennheitum hrisgrjón-
um. Fjármenn í Himalayafjöllum nota glóðarker sér
til hita á vetrum, þegar þeir standa yfir fé. Peir bera
þau á sár að nokkru leyti innanklæða, og fá stund-
um húðkrabba undan hitanum, á kviðinn eða innan-
lærs. — Geislalæknar, sem verða fyrir sárum á hönd-
unum, fá oft Uþp úr þvi krabbamein. Nokkur kemisk
efni hafa líka krabba i för með sér. Sótarar fá mein
i punginn, en þeir, sem vinna við tjöru, fá stundum
mein í hendurnar. í aniliniönaðinum fá menn krabba
i þvagblöðruna.
Af þessu sést, að margt er einkennilegt um hátt-
semi krabbameinsins. Pví má geta nærri, að lækn-
arnir hafa ekki iegið á liði sinu i leit að sóttkveikj-
um eða sýklum, sem kynnu að valda meinunum. Pó
hefir ekki tekizt að finna þarna orsakir til sjúkdóms-
ins. Orsakirnar hugsa menn sér aðallega tvennskonar:
Meinið getur komið til af ertingu á hörundi eða
slimhúð, og hafa verið nefnd nokkur dæmi þess.
Hin skýringin er, að frá fósturlifi leynist holdagnir
eða frumuhópar i líflærunum, sem síðar fara að
vaxa og taka á sig eðli og háttsemi illkynjaöra meina.
En það verður að viðurkenna, að þrátt fyrir 6-
slitnar vísindalegar rannsóknir um marga áratugi,
hinna færustu manna í þessari grein, sem hafa halt
fé handa á milli til alls, sem þurfti, vita menn ekki
(77)