Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Síða 82
eno í dag um hina eiginlegu orsök til krabbameins-
ins. — Markmið hinna visindalegu rannsókna er vit-
anlega að finna örugga lækningu gegn illkynjuðam
raeinserndum.
Er krabbameirtið að aukast? í ílestum löndnm fjölg-
ar peim, sem deyja úr krabbameini. í fljótu bragði
sýnist því svo, sem þessi vágestur — krabbameinið
— sé að færast í aukana og útbreiðast meir og meir;
er ekki að furða, þótt almenningi standi stuggur af
þvi. Dánartölurnar vaxa viðast hvar, með ári hverju.
— Skv. heilbrigðisskýrslum landlæknis virðist sjúk-
dómurinn ekki færast svo mjög i aukana hér á landi,
siðustu 10 árin. Dánartalan er ofan við hundrað.
Árið 1930 dóu 106 manneskjur úr krabbameini hér á
landi, en 232 úr berklaveiki. Hæst er dánartalan áriö
1929, þ. e. a. s. dánir 145 úr krabbameini.
Paö er að visu rétt, að dánartölur af meinsemdum
fara víðast hvar hækkandi. En hér ber að lita á það,
aö mannsæfin mun lengjast i flestum menningarlönd-
um, og þar með komast nú fleiri á krabbameins-
aldur. En eins og kunnugt er, tekur meinið einkum
miðaldra fólk og þaðan af eldra, þótt sarkmeinin
komi reyndar fyrir á barnsaldri.
Svo er fleira, sem kemur til sögu, a. m. k. á ís-
landi. Á síðustu áratugum hefir læknum fjölgað mjög
hér á landi, og þar með orðið fullkomnari sjúk-
dómagreining og þekking á dánarorsökum. Sam-
göngur hafa batnað og auðveldara að koma sjúk-
lingum undir læknishönd og á sjúkrahús. Eftir aö
rannsóknastofa háskólans tók til starfa, standa lækn-
ar miklu betur að vigi en áður, um rétta þekking
og sundurgreining á meinunum, og lika er rönt-
gengeisla skoðunin mikilsverð bjálp, til þess að
skilja þessa sjúkdóma rétt.
Pegar á alit er litið, er ekki liklegt, að krabba-
raeinið sé verulega að magnast, og ástæðulaust að
æðrast þess vegna.
(78)