Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Qupperneq 88
Hvert biudi af Jóni Sisurðssyni bostar einnng'is • kr.
Þeir, sem senda féla^inn 35 br., fá allt ritið sent frítt
heim til sín. Aðrir, sem biðja um þ»ð í pósti, verða
að auk að greiða burðareyri og póstkriifngjald.
Næsta ár er gert ráð fyrir því að hefja bókasafn
þjóðvinafélagsins af nýju, sem slitnaði við ritið um
Jón Sigurðsson, og taka þá við aftur vandaðar is-
lenzkar útleggingar á útlendum merkis- og fræðiritum.
Innlendur fræðabálkur.
Úr »Samtiningi« sira Friöriks Eggerz (sbr. Almanak 1VS3).
1. Frá Jóni í Hergilsej.
Oft er þaö, að á góðum aettstofnum skýtur fram kynleguni
kvistum, svo að eigi sjást gerla ættarmörk til nokkurrar handar.
fremur en úrættis séu. Svo var nm Jón þenna, er síra Fríðrik
Eggerz segir hér frá nokkuð, og ganga enn af honum hinar fá-
rániegustu sögur, er varðveitzt hafa með frændum hans, niðjum
Egge. ts Ólafssonar í Hergilsey, en Eggert var hinn mesti merkis-
maður á sinni tíð, og er af honum komið ágætt kyn um Breiða-
fjörð og víðar. Mætti ýmsu við auka það, er sira Friðrik segir af
Jóni, þótt hér sé ekki gert.
Faðir Jóns hét Eggert Ólafsson, sem lengi bjó í
Hergilsey. Eggert varð gamall maður og komst á
tíræðisaldur; hann var kallaður skýrleiksmaður mesti,
stór maður, regingildur og ýstrumagi mikill; þókti
nokkuð sérlegur f tali og setti þá einatt fingur sinn
á ennið. Eggert var rikur maður, og þókti mikið að
honum kveða.
Jón bjó eftir föður sinn í Hergilsey og átti mikinn
hluta eyjarinnar; er hún arðsöm og kölluö 40 hnndr.
að dýrleika. Hann kvæntist aldrei, og ekkert barn
átti hann '); i lægra lagi meðalmaður var hann á vöxt,
1) Petta er hvort tveggja misminni síra Friðriks; Jón kvsentist
og átti börn, bæði við konu sinni og aukreitis.
(84)