Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 93
Bogason. I>ar koœ til ræöu um þrautir þær, er honn
hafði þá verið í staddur í Flatey. Jón prófastur,
sonur Gísla gusts, var þar staddur, og likti hann
Jóni Eggertssyni við mann norðlenzkan, er gekk um
byggðir og stéttaði hundum, og var sá Hunda-Álfur
kallaður. Jóni varð orðfall, og þókti honum ekki
mannjafnaður sá vingjarnlegur. Eggert prestur Jóns-
son á Ballará var þar og nærstaddur og tók mál-
stað Jóns með hægum orðutn, en svo þókti prófasti
hann vega að virðingu sinni í ræðu þeirri, að hann
stökk upp frá borðinu og hratt konu sinni og öðrum,
er fyrir stóðu, og varð prófastur að hinu raesta at-
blægi; þakkaði Jón vel þá liðveizlu.
fegar Jón var i kör kominn, drakk hann brenni-
vin með pípu, og seinast lét hann ráðskonu sina
spýta því i sig,. En eitt sinn var það, er hún hafði
lengi staðið yflr honum og spýtt i hann, að henni
varð bumbult, og þeytti hún úr sér mikilli spýju
framan i andlit honum. Pá hló hann og sagði, að
svona færi fyrir blessaðri skepnunni, sem elskaði sig.
Guðrún, kona Eggerts Ólafssonar, stjúpmóðir Jóns,
gekk siðar að eiga Gisla Póroddsson, bróður Pórðar
á Reykhólum; hann var söðlasmiður og hafði aö
miölungi gott orð á sér. Pegar hana fór af Patreks-
flrði til Hergilseyjar, var um hann kveðið:
Flaug í burtu fögur ört,
fallegs snigils virði,
innan svört, en utan björt,
úr honum Patreksfirði.
f suðurátt með sinnið grátt
sina vængi flennti;
hæverskt þrátt, þótt hygði flátt,
Hnapps á rassi lenti.
Hergils hnapprass nam fystur Hergilsey, og þar að
Jýtur þetta i visunni.
Jón Eggertsson haföi átt laundóttur, er Guðrún hét;
(89)