Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 34
þeir. Lyautey sendi að vísu mikinn her til Evrópu,
en hann þverneitaði að láta af hendi nokkurn skika
af frönsku landi í Afríku og hann veikti ekki nema
sem minnst hann gat herinn inni í landinu. Hann gerði
ráð fyrir því, að ef þar yrði fundinn bilbugur á Frökk-
um, mundi uppreisn gjósa upp, enda reyndu Pjóð-
verjar einnig á ýmsan hátt að veikja þar aðstöðu
Frakka. Uppreisnir urðu að visu, en Lyautey sigraði
þær og bjargaði Marokko fyrir Frakka ósködduðu og
efldu út úr heimsstyrjöldinni.
Að stríðinu loknu hélt Lyautey áfram störfum sín-
um í Marokko og í árslok 1923 var þar kominn full-
kominn friður. Það var ætlun Lyautey, og hún tókst,
að safna saman undir veldi Frakka því Marokkolandi,
sem gagn væri að, eins og hann orðaði það, og sein-
ast stefndi hann að því að leggja undir sig hinn svo-
nefnda Vatnskastala í Mið-Atlasfjöllum.
Eina orrahríð átti Lyautey þó enn eftir að heyja i
Marokko. Einn merkilegasti maður þar á seinni árum
var Abd el Krim, sem gerði Spánverjum þungar bú-
syfjar, meðan Primo de Rivera var einræðismaður i
þeirra parti af Marokko. 1925—26 réðist Abd el Krim
einnig á frönsku Marokkolöndin. Ráðgjafar Lyautey
vildu láta undan síga, en hann tók þvert fyrir það,
og var þá barizt til þrautar við Abd el Krim og sendir
Lyautey til aðstoðar þeir Pétain og Naulin og mikið
lið. Petta stríð við Abd el Krim kostaði mörg manns-
líf og ógrynni fjár, um 26 rnilj. franka, sem Frakkar
hafa þó haft lag á að láta Marokkomenn borga sjálfa,
en viðureigninni lauk með því, að Abd el Krim gafst
upp skilyrðislaust og var sendur í útlegð til Mada-
gaskar.
Eftir þetta sagði Lyautey af sér landstjórn í Mar-
okko, í september 1925, en í hans stað kom M. Steeg,
sem verið hafði landstjóri í Algier og farið það vel
úr hendi, eins og honum fórst einnig vel landstjórn-
in í Marokko. Jafnframt frönsku landshöfðingjunum
(30)