Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Page 36
Sumir menn halda, að tími þeirra athafna, sem
Lyautey var einn þróttmesti fulltrúinn fyrir, sé á för-
nm, vestrænu nýlenduveldi að hnigna. og sjálfir eru
Evrópumenn nú út um allar jarðir að biðja afsökun-
ar á sjálfum sér, svo að segja, og á nýlendupólitík
sinni ekki hvað sízt. Pess vegna er hún í upplausn og
svo vegna þeirrar vitfirringar stríðsins og afleiðinga
þess, sem geysað hafa í Evrópu sjálfri. Pó að það sé
nú tízka, að fordæma vestræna nýlendustjórn, eiga
menn máske eftir að kynnast því betur, hvort t. d.
sams konar stjórn Japana yrði betri. Pað er hverju
orði sannara, að vestræn menning hefir stundum gert
sig að ómenningu i nýlendusókn sinni og farið óvit-
urlega og óvægilega. En það er líka satt, að Evrópu-
menn hafa í nýlendustjórn sinni og mörgum athöfn-
um þar verið stríðsmenn og trúboðar verklegrar og
andlegrar menningar og stórhuga framkvæmda, og
er engin skynsamleg ástæða til þess að biðja afsök-
unar á því. Pað er mjög sennilegt, að framtíðin beri í
skauti sínu annað skipulag á stjórnmála- og viðskipta-
sambandi landa en nýlenduskipulagið, og á þó sjálf-
sagt langt í land. En það þarf að fara aftur í þrótt-
mesta tíma rómverskrar sögu til þess að finna menn
sambærilega við nýlenduhöfðingja vestrænna þjóða,
eins og Breta, Frakka og Hollendinga, á síðustu ára-
tugum, menn, sem voru sigrandi hermenn og frið-
samir menningarfrömuðir í senn. Einn þeirra var
Lyautey í Marokko.
Riza Shah Pehlevi.
Iran eða Persía er fornfrægt land og merkilegt á
margan hátt. Par hefir nú um skeið ráðið lögum og
og lofum einn af athyglisverðustu, einkennilegustu og
duglegustu stjórnöndum nútímans, Riza Shah Peh-
levi. Hann hefir beitt sér fyrir ýmsum breytingum í
(32)