Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Qupperneq 38
verið baráttan um fjármál og stjórnmál, sem mest
hefir varðað fyrir sjálfstæði landsins og mest hefír
borið á. Til pess að skilja Riza Shah og störf hans,
þurfa menn því að kunna nokkur skil á landinu og
ástandi þess rétt áður en hann kemur til sögunnar.
Iran er allstórt land (1645,000 km2) og íbúarnir eru
um 10 miljónir. Pað er fjallaland og upplandið mest
eyðimerkur, en á norðurströndinni, við Svartahafið,
eru góð ræktarlönd. Fólkið lifir mest á akuryrkju og
iðnaði. Raðan kemur t. d. mikið af ábreiðum og áklæð-
um (sem að miklu leyti er heimilisiðnaður), en margir
landsbúar eru einnig hirðingjar. Mest gildi fyrir at-
vinnu og fjármál þjóðarinnar hefir það þó haft í
seinni tíð, að norður í landinu eru rnjög miklar og
ágætar olíulindir, Pessar olíulindir eru auðsuppspretta
landsins, og Iran er eitt af helztu olíulöndum heims-
ins, ársframleiðslan um hálf-sjöunda miljón smálesta
(af ca. 180 miljón smálesta heimsframleiðslu, en af
henni koma nærri 130 miljónir smálesta frá aðeins
tveim löndum, Bandaríkjunum og Sovjet-sambandinu).
Pessi olíuauðæfi landsins hafa valdið því, að erlend-
ar þjóðir hafa mjög seilzt til íhlutunar og yfirráða í
Iran. Tvö stórveldi toguðust þar lengi á um völdin,
Bretland og Rússland. Síðast á nítjándu öldinni, á
stjórnarárum Nasir-ud-Din, fer landið meira og meira
að verða háð erlendum áhrifum. Fjármálastjórn lands-
ins var í ólestri og konungurinn sjálfur og hirð hans
sóaði fé, meðal annars í dýrar Evrópuferðir. Pá var
horfið að því ráði til fjáröflunar, að veita erlendum
mönnum og félögum sérleyfi og sérréttindi. Pannig
fengu Englendingar leyfi til bankastofnunar og einka-
rétt til seðlaútgáfu. Brezkt félag fékk einnig rétt til
námavinnslu og annað fékk sérleyfi til happdrættis
og loks veitti konungurinn enskum manni tóbaks-
einkasölu í landinu. Af þessu siðásta tiltæki sínu varð
konungur svo illa þokkaður, að hann varð að taka
aftur sérleyfið til tóbakssölunnar, enda mátti þá heita
(34)