Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 50
Árbók íslands 1934.
a. Ymis tíðindi.
Árferði. í janúar fremur góð veðrátta. í febrúar og
fram í miðjan marz umhleypingasamt, en síðan all-
góð tíð og eins um vorið, en sumarið mjög úrkomu-
mikið, einkum norðanlands, var pó hlýtt og grasvöxt-
ur mikill, en hey hröktust, helzt nyrðra. Haustið
gott og tíðin árið út.
Verzlun erfið.
Fiskveiðar góðar.
* *
Jan. 1. Hófst sala liappdrættismiða Háskólans. Stofnuð í
Reykjavík ungmennadeild Slysavarnarfélags íslands.
— 6. Brann lyfjabúðin á Eyrarbakka, ásamt útbygg-
ingu. Litlu var bjargað úr húsunum. — Bæjarstjórn-
arkosningar í Vestmannaeyjum. Kosnir voru 5 Sjálf-
stæðismenn, 2 Jafnaðarmenn og 1 Kommúnisti.
Bæjarstjóri endurkosinn. — Bæjarstjórnarkosning í
Neskaupstað. Kosnir 5 Jafnaðarmenn, 2 Sjálfstæð-
ismenn og 1 Framsóknarmaður.
— 12. Bæjarstjórnarkosning í Hafnarfirði. Kosnir 5
Jafnaðarmenn og 4 Sjálfstæðismenn.
— 13. Bæjarstjórnarkosning á Siglufirði. Kosnir 3
Sjálfstæðismenn, 2 Framsóknarmenn, 2 Jafnaðar-
menn og 2 Kommúnistar.
— 16. Bæjarstjórnarkosning á Akureyri. Iíosnir 4
Sjálfstæðismenn, 2 Framsóknarmenn, 2 Jafnaðar-
menn, 2 Kommúnistar og 1 af lista Iðnaðarmanna.
— 20. Bæjarstjórnarkosning á ísafirði. Kosnir 4 Jafn-
aðarmenn, 4 Sjálfstæðismenn og 1 Kommúnisti. —
Bæjarstjórnarkosning i Rvík. Kosnir 8 Sjálfstæð-
ismenn, 5 Jafnaðarmenn, 1 Framsóknarmaður og
1 Kommúnisti.
— 22. Strandaði á Skaga í Dýrafirði enskur botn-
ungur, Cabe Sable. Mannbjörg varð.
(46)