Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Blaðsíða 51
Jan. 24. Brann alveg tvilj’ft hús á Lokastig í Rvík og
einlyft hús í Baldursgötu skemmdist mjög Engu
varð bjargað af efri hæð úr tvílyfta húsinu.
— 25., aðfn. Strandaði flutningaskip, e.s. Edda, nálægt
Bakka á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Mann-
björg varð.
— 25. Iíosinn bæjarstjóri á ísafirði Jón A. Jónsson.
— 26. Kosinn bæjarstjóri á Akureyri Steinn Steinsen
verkfræðingur.
— 27. Bæjarstjórnarkosning á Seyðisfirði. Kosnir 5
Framsóknar-ogJafnaðarmenn og 4 Sjálfstæðismenn.
Um mánaðamótin hljóp vöxtur í ár. Olli það
skaða á uppfyllingu við eystri Rangárbrú og á upp-
fyllingu við Laxárbrú í Hrunamannahreppi, einnig
skemmdum á vegum í Norðurárdal og hjá Hér-
aðsvötnum.
Febr. 4. Féllu skriður á land Gullberastaða i Lundar-
reykjadal og ollu stórskemmdum á túninu.— Stofn-
uð í Hafnarfirði ungmennadeild Slysavarnarfélags
íslands.
— 6. Stofnað í Rvík Bálfararfélag íslands. — Skjaldar-
glíma háð í Rvík. Skjaldarliafinn, Lárus Salómons-
son, bar sigur úr býtum og vann þar með skjöld-
inn til fullrar eignar.
— 11. Hófst á Akureyri Skákþing íslendinga. Lauk
21. s. m. 1. verðlaun í 1. flokki vann Ásmundur
Ásgeirsson frá Rvík.
— 23. Lauk Skákþingi Reykjavíkur. Jón Guðmunds-
son varð fyrstur i meistaraflokki og hlaut því
skákmeistaratign Reykjavíkur.
— 24., aðfn. Strandaði í Eyrarvík í Höfnum enskur
botnvörpungur, Kingston Perytot. Mannbjörg varð.
Hann náðist út 26. s. m.
— 27. Sökk út af Reykjanesi þýzkur botnvörpungur,
Woden. Mannbjörg varð.
í þ. m. fanst forndys i Álaugarey í Hornafirði.
Marz 7., aðfn. Brann að mestu innan steinbær á Lind-
(47)