Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 61
Luku embættisprófi í lögum við háskólann hér:
Björn Fr. Björnsson og Gunnar Thoroddsen, báðir
með I. einkunn, en prófi í heimspeki luku: Hin-
rik Jónsson og Skarphéðinn Borkelsson, báðir
með I. einkunn.
— 19. Jóhann P. Jónsson skiplierra á varðskipinu
Óðni sæmdur heiðursgjöf, vindlingaveski úr silfri,
frá félagi enskra botnvörpueiganda, fyrir að varð-
skipið hafði aðstoðað hotnvörpung, Commander
Evans, lítt sjálfbjarga í versta veðri, og fylgt hon-
um til Rvíkur.
Marz 1. Jónasi Sveinssyni veitt lausn frá héraðslækn-
isstörfum í Blönduóss-héraði.
— 2. Varð Oddur Guðjónsson doktor i liagfræði
við háskólann í Kiel, fyrir ritgerð um verzlunar-
jöfnuð íslands 1930.
— 7. Jón Pálsson skipaður dýralæknir í Sunnlendinga-
fjórðungi, frá */*•
— 12. Steingrími Jónssyni bæjarfógeta á Akureyri
og 'sýslumanni í Eyjafjarðarsýslu veitt lausn frá
emhættinu frá Ve.
— 16. Páli V. G. Kolka lækni i Vestmannaeyjum veitt
héraðslæknisembættið í Blönduóss-héraði.
í p. m. var Leifur Ásgeirsson ráðinn skólastjóri
við Laugaskóla, til næstu 5 ára.
Apríl 10. Guðmundi T. Hallgrímssyni héraðslækni í
Siglufjarðarhéraði, veitt lausn frá emhættinu frá */«•
— 24. Ásmundur Guðmundsson docent i guðfræðis-
deild háskólans, var skipaður prófessor.
— 28. 12 nemendur útskrifuðust úr gagnfræðaskól-
anum á Norðfirði, og 58 úr iðnskólanum í Rvík.
— 30. 54 nemendur útskrifuðust úr kennaraskólanum
og 41 úr verzlunarskólanum.
í p. m. var Eiður S. Iívaran ráðinn kennari
(lektor) í íslenzku, við háskólann í Greifswald í
Þýzkalandi. — Marteinn Meulenberg biskup í
Reykjavík sæmdur heiðursmerkinu la Croix
(57)