Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Side 63
Júní 5. Lauk Brag'i Steingrímsson dýralæknisprófi í
Hannóver.
— 11. Halldór Kristinsson héraðslæknir í Hóls-
héraði var skipaður héraðslæknir í Siglufjarðar-
héraði. — Sigurður Eggerz bæjarfógeti á ísafirði
og sýslumaður í ísafjarðarsýslu var skipaður bæjar-
fógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu.
— 12. Luku 17 nemendur stúdentsprófi úr menntaskól-
anum á Akureyri.
— 15. Séra Jón Þorvarðsson aðstoðarpreslur í Mýr-
dalsjúngum var skipaður sóknarprestur þar.
— 16. Utskrifuðust 43 nemendur úr gagnfræðaskóla
Reykvikinga.
— 23. Pórður Eyjólfsson settur prófessor í lögfræði
við háskólann hér varð doktor í lögfræði við
hann, fyrir ritgerð um lögveð.
— 28. Prestvígður í Rvík Porsteinn L. Jónsson cand.
theol., settur prestur að Miklaholti.
í p. m. luku embættisprófi í lögum við háskól-
hér: Guðmundur I. Guðmundsson, Ragnar Bjarkan
og Valdimar Stefánsson, allir með I. einkunn, og
Sveinn Kaaber með II. einkunn. — Luku 37 nem-
endur stúdentsprófi úr menntaskólanum í Rvík. —
Theódór Brynjólfsson lauk tannlækningaprófi við
liáskólann í Kiel, með hárri I. einkunn.
Júlí 1. Séra Hálfdáni Guðjónssyni vígslubiskupi, pró-
fasti og presti, veitt lausn frá embættunum.
— 6. Tómas Tómasson framkvæmdarstjóri í Rvík var
viðurkenndur eistneskur ræðismaður í Rvík.
— 7. Lauk prófi í gull- og silfursmíði Porgrimur A.
Jónsson í Rvik, með I. einkunn.
— 9. Var dr. Gúnter Timmermann viðurkenndur þýzk-
ur ræðismaður í Rvík.
— 14. Útnefndir prófessorar rithöfundarnir Einar
Benediktsson, Einar H. Kvaran, Guðmundur Kamb-
an, Gunnar Gunnarsson og séra Magnús Helgason.
— 16. Torfi Hjartarson lögfræðingur var skipaður
(59)