Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 91
þessar tilraunír. Vafaiaust eru berin þvi hoilari seril
þau eru minna soðin, og heilnæmastur er berjasafinn
hrár. íslenzkar húsmæður hijóta að standa vel að
vigi um geymslu á hrásaft, vegna þess hve svalt má
hafa í matargeymslum mestan hluta ársins, þar sem
geymsla á annað borð er viðunandi.
Ber og berjaafurðir geymast misjafnlega vel. t*að er
mörgum kunnugt, að títuber og safi úr þeim geymist
vel hrátt. Petta má m. a. þakka bensó-súru natron,
sem berin geyma i sér af náttúrunnar hendi. Af þessu
hafa menn lært, að nota ofurlitla ögn af þessu efni
til geymslu á öðrum berjum, og er hæfilegt að nota
eitt gram af bensó-súru natron í einn litra af saft.
Það hefir einkennilegan keim, eins og menn kann-
ast við af títuberjum. En það kemur tæpast að sök,
vegna þess að saft er venjulega notuð í talsverðri
þynningu. Efnið fæst í lyfjabúðum.
Berjatínsla. Það kann að vera, að margri húsmóð-
urinni, eða húsbóndanum, þyki annað þarfara við tím-
ann að gera í sveitinni en að taka lieimilismenn frá
venjulegum störfum og senda mannskapinn í berja-
mó. En viðbára um annriki og tímaleysi lilýtur að
falla niður, ef fólki verður ljóst, að heimilið fer á mis
við holla, ljúffenga og ódýra fæðu, með því að láta
berin ónotuð. Nútímahúsmóðir á íslandi þarf að skilja,
að það er ekki nóg að byrgja sig upp að kjöti og
slátri til vetrarins. Hún á ekki að vera ánægð með
matarforðann, nema hún hafi í matargeymslunni
álitlega röð af flöskum, með heimaunninni íslenzkri
krækiberja- og bláberjasaft, og vænar leirkrukkur af
berjamauki í viðbót. Matarmenningin þyrfti að kom-
ast á það hátt stig, að húsmæðurnar taki ekki gilda
saft, nema hún sé unnin úr berjasafa. En berin eru
víða nærtæk, og á mörgum heimilum liðléttingar,
eða hálfvinnandi unglingar, sem gætu tínt mikið af
berjum. Pað eru lika margir fullorðnir, sem liafa yndi
af að fara til berja. Eg vil benda á, svona aukalega
(87)