Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Qupperneq 97
Þjóðvinafélagið 1935.
í ár gefur félagið út þessar bækur, Andvara, 60.
árgang, Almanak um árið 1936 og Bakteríuveiðar eftir
Paul de Kruif. Pessar bækur fá félagsmenn fyrir árs-
tíllagið, 10 kr. í lausasölu kostar Almanakið 2 kr,
Andvari 3 kr, en Bakteriuveiðar 8,50, og er það þó
mjög lágt verð á svo stórri og vandaðri bók. Pessi
bókaútgáfa félagsins er í raun og veru drjúgum meiri
að venjulegu bókhlöðuverði en árstillaginu svari, og
er það auðvitað komið undir skilvísi félagsmanna og
útbreiðslu félagsins, hvort félaginu reynist stætt að
gefa félagsmönnum sínum jafn ríflegan bókakost
framvegis fyrir árstillag sitt. Sem stendur er þó hag-
ur félagsins svo góður, að á næsta ári eru horfur á
því, að félagið geti enn haldið í horfi um bókaútgáfu
sína, og skal nánar vikið að því síðar.
Andvari flytur að þessu sinni æfisögu Einars pró-
fasts Jónssonar á Hofi, merks fræðimanns og höfuð-
klerks á sinni tíð. Æfisagan er samin af Davíð Sch.
Thorsteinssyni lækni, er var skólabróðir séra Einars
og kunnugur störfum hans og högum. Þá ritar dr.
Bjarni Sæmundsson um fiskirannsóknir 1933—1934.
Hefir Andvari flutt greinar um fiskirannsóknir dr.
Bjarna siðan þær hófust, og er fyrsta skýrslan um
þetta stórmerka rannsóknarstarf birt í Andvara 1897.
Eru skýrslur þessar að ölla samtöldu eitt hið allra
merkasta rit um íslenzkar fiskveiðar og isl. fiska sem
til er, og er þar að finna geysimikinn fróðleik um
þessi efni, sem hvergi er að fá annars staðar. Loks
ritar Hálton skógræktarstjóri Bjarnason grein um
jarðvegsrannsóknir. Jarðvegsfræðin er lítt kunn öllum
þorra manna hér á landi, en á siðari árum einkum
hefir vaknað allmikill áhugi á slíkum fræðum,
samfara auknum ræktunarframkvæmdum og til-
raunum með nvjan áburð og nýjar ræktar jurtir.
(93)