Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Page 98
Þessi grein gefur stutt en ljóst yfirlit um myndun
jarðvegs, ýmsar tegundir jarðvegsins og mismunandi
gróðrarskilyrði. Þess er að vænta, að vísindalegar
jarðvegsrannsóknir sýni óhrekjanlega, það sem ýtnsir
hafa hingað til alls ekki gert sér ljóst, að íslenzkur
jarðvegur er yfirleitt eðlisbetri að gerð og efnasam-
setningu en víða er í ýmsum þeim löndum, sem
betur eru ræktuð og almennt eru talin hafa miklu
betri skilyrði til jarðræktar. Með aukinni vísindalegri
þekkingu á íslenzkri jörð og kunnáttu í jarðrækt,
má efalaust vænta mikilsverðra framfara og nýunga
í landbúnaði vorum.
Bcikteríuveiðar eftir Paul de KruiferþýddafBogayfir-
kennara Ólafssyni. Pessi bók segir frá ýmsum þeim mönn-
um, sem mesta frægð hafa getið sér fyrir rannsóknir
sínar á bakteríum, allt frá Hollendingum Leeuwenhoek,
sem fyrstur uppgötvaði bakteríur með lélegri smásjá,
er hann gerði sér sjálfur, og fram til vorra daga,
þegar bakteríufræðin er orðin ein hin merkasta vís-
indagrein og þýðingarmesta, fyrir störf manna, líf
þeirra og heilsu. Pessi bók er ekki aðeins fróðleg um
þessi efni, sem öllum almenningi hér á landi eru
annars harla ókunn, heldur er hún mjög skemmti-
lega rituð. Atburðir þeir, sem hún segir frá, eru
furðulegri en nokkur skáldsaga, og þó eru þeir sannir.
Bók þessi hefir verið þýdd á fjölda margar tungur
og hvarvetna hlotið hinar mestu vinsældir. Er þess
að vænta, að svo verði einnig hér á landi. Bókin er
myndum prýdd og að öllu til hennar vandað. Sökum
þess, hve bókin er stór, var horfið að því, að gefa
hana út í stærra broti en áður liefir tíðkazt um
bækur i Bókasafni þjóðvinafélagsins og er svo til
ætlazt, að hér eptir verði notað tvenns konar brot, til
þess að komast hjá óhæfilega þykkum bindum.
A næsta ári gefur þjóðvinafélagið út að venju And-
vara og Almanak, en fylgibókin verður stórt rit
um Jörgen Jörgensen og byltinguna i Reykjavík
(94)