Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 99
1809, eptir Helga P. Briem. Verður bók þessi eitt hið
merkasta rit um sögu íslendinga á síðari öldum.
Stjórn félagsins er nú þannig skipuð, að vara-
forseti, Pálmi rektor Hannesson, gegnir forsetastörfum
i stað kjörins forseta, dr. Páls E. Olasonar, er sagt
hefir af sér forsetastarfinu vegna anna. Aðrir stjórnar-
menn eru: Barði Guðmundsson adjunkt, dr. Guð-
mundur Finnbogason og dr. Porkell Jóhannesson.
Smælki.
Urðu báðir hissa.
Jón Sveinbjörnsson, síðar í Yztaskála undir Eyja-
fjöllum, ólst upp hjá föður sínum, séra Sveinbirni,
að Krossi í Landeyjum. Eignaðist Jón ungur hest,
sem hann hafði mesta dálæti á.
Einhverju sinni ríður Jón fram á bóndason einn
úr sveitinni, Pórð, föður Lofts, sem enn býr á Bakka.
Vill Jón, að þeir Pórður reyni hesta sina. Er Pórður
tregur. Par kom þó, að þeir hleypa, og hafði hestur
Pórðar betur.
»Nú er ég hissa«, segir Jón, »þetta er sá fyrsti hest-
ur, sem fer fram úr þeim RauðaL
»Eg er öldungis hissa«, segir Pórður, »þetta er sá
fyrsti hestur, sem sá Brúni fer fram úr!«
Bágt er að vera svona!
Páll frá Svínhaga, faðir Ólafs bónda á Porvaldseyri
undir Eyjafjölhuu, var liinn merkasti maður, greind-
ur vel, fróður og dugnaðarmaður með afbrigðum.
Hann brá búi um það leyti, er Ólafur sonur hans
settist að á Porvaldseyri og fluttist þangað með hon-
um, ásamt konu sinni, bæði mjög við aldur,
Bóndi nokkur, sem hér er nefndur Arnór, liafði eitt
sinn komið til gamla mannsins að Porvaldseyri og