Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 29
hefur það komið í ljós, að sumar þeirra sýklaætta,
er súlfalyf granda venjulega, þola lyfið, svo að við
talsverðan hundraðshluta þeirra sjúkdóma, er sýklar
af þessum ættum valda, eru þau gagnslaus. Stundum
verða og sýklar fljótlega ónæmir fyrir þessum lyfj-
um, þótt næmir séu í fyrstu; versnar þá sjúklingn-
um aftur, þótt batnað hafi í bili, og er þá gagnslaust
eða verra en það, að halda áfram að nota lyfin. Og
jafnvel þótt sýklarnir séu og haldi áfram að vera
næmir fyrir áhrifum súlfaiyfja, er einatt margt, sem
getur dregið úr þeim áhrifum, svo sem mikil mergð
lifandi eða dauðra sýkla, gröftur og dautt hold, sem
allt má gera ráð fyrir að einatt sé i sýklamenguðum
sárum.
Þrátt fyrir þær miklu framfarir í lækningum, er
fundur súlfalyfjanna hafði í för með sér, fór þvi
fjarri, að farið væri að slá slöku við leitina að öðr-
um sýklaskæðum efnum. Það hefur orðið þvert á
móti. Margar eru þær tegundir sýkla, sem súlfa-
lyfin granda ekki, og auk þess var æskilegt, að tak-
ast mætti að finna sýklaskæð lyf, er þyldist betur
en súlfalyfin gera oft og hefðu yfirleitt sem minnst
af' göllum þeirra. Ekki hefur heimsófriðurinn siðari
valdið minnstu um það, hve kappsamlega hefur ver-
ið að þessu unnið; vegna þeirrar stórauknu nauð-
synjar á endurbættum sýklaskæðum efnum, sem
hann hafði i för með sér, voru allar rannsóknir,
er að þessu stefndu, studdar á allan hátt af stjórn-
um Bretlands og Bandaríkjanna og veittar til þeirra
margfalt stærri fjárfúlgur en nokkrum hefði komið
til hugar að fara fram á, og þaðan af síður að veita,
á friðartímum.
Menn hafa alllengi beint mikilli athygli að efnum,
er myndast við lífsstörf lægstu tegunda jurtaríkis-
ins, baktería og sveppa. Hafa menn lengi vitað, að
sumar þessar smáverutegundir höfðu skaðleg áhrif
(27)