Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 86
Jón Þórarinsson.
Síra Jens Pálsson.
mætti til samgöngubóta innanlands og gera tillögur
um: a) byggingu vega, sem fara mætti um með vagna,
kerrur eða sleða eSa önnur hentug farartæki eftir
landshætti, sérstaklega milli Bessastaða og amtmanns-
setursins norðanlands innbyrðis og biskupsstólanna
innbyrðis svo og milli þessara staða allra og Öxar-
árþings og b) athuga Vonarskarðsveg og Bárðargötu
milli Norður- og Suðurlands, Fjallabaksveg milli Öx-
arárþings og Fljótsdalshéraðs, Kjalveg og Vatna-
hjallaveg, Sprengisandsveg milli Rangárvallasýslu
annars vegar og Norðurlands og Austurlands hins
vegar, og Fjallabaksveg úr Austur-Skaftafellsýslu og
Suður-Múlasýslu norður á Langanes, og hvort ætti að
taka upp nýja vegi um þessar slóðir eða gera við þá
með því að reisa þar sæluhús, svo og hvernig mætti
létta umferð um ár með brúm og ferjum.
Það vantaði i þá daga ekki viljann hjá Dönum
til þess að koma hér einhverju góðu til leiðar, en
vanþekking þeirra á staðháttum olli því, að flestar
hlutu tilraunirnar að verða að reyk, af þvi að þær
áttu ekki við hér. Enda þótt andi Jóns Eiríkssonar
(84)