Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 105
mun nú losa 7 km, en kostnaður við brúargerð frá
1890 fram til þessa dags nemur liðugum 13 milljón-
um króna.
Ferjur voru fyrir siðaskiptin, rétt eins og brýr og
sæluhús, settar af góðviljuðum mönnum sér til sálu-
hjálpar. Þvi nefnir Grágás þær sæluskip, og tekur
þau undan því að vera tíunduð. Sá er ferjuna setti,
hefur jafnframt orðið að sjá henni fyrir sjóði í ein-
hverri mynd, henni til viðhalds, og til þess hefur og
runnið ferjutollur. Eftir siðaskiptin dró auðvitað úr
þessu, en þó eru þess dæmi svo seint sem á 18. öld,
að gefnar hafi verið ferjur, því 1757 gaf Hólabiskup
ferju á Blöndu. Ferjupóstar Einars Eyjólfssonar frá
1692 munu einmitt tilraun til að endurskipuleggja
ferjukerfið og koma aftur fjárhagslegum fótum undir
viðhald þeirra, enda hafa ferjupóstarnir svo til fram
á þennan dag orðið fyrirmynd flestra reglugerða,
er síðar hafa verið settar um ferjur. Öldum saman
var tala ferja hér á landi mikil, enda auðskilið, þvi
að þær komu algerlga í brúa stað. Eftir því sem
brúm fjölgaði, minnkaði að sama skapi þörfin á
ferjum. Fer tala þeirra nú stöðugt þverrandi, og
mun að líkindum svo fara um síðir, að opinberar
ferjur hverfi að mestu úr sögunni. Þó gera núgild-
andi vegalög ráð fyrir því, að lögferjum sé haldið
uppi og að svifferjur og dragferjur komi jafnvel i
þeirra stað, og enn er gert ráð fyrir að settar séu
nýjar lögferjur, ef með þarf. Þetta mun þó naumast
breyta því, að lögferjum fækki en fjölgi ekki. Hins
vegar mun það haldast lengi, að einstakir menn
haldi uppi ferjum fyrir sjálfa sig til að taka af sér
króka, og að slikar ferjur kunni að einhverju leyti
að koma almenningi að gagni, að minnsta kosti við
og við.
Kláfar eða drættir eru víða um ár hér á landi, að-
allega á Norður- og Austurlandi. Allir munu þeir
(103)