Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 103
greiða slíkt lán. VarS þa'ð í bili frumvarpinu um
brýrnar á Ölfusá og Þjórsá að falli, en brúin á Skjálf-
' andafljót var samþykkt með láni úr landssjóði. Það
lán var um síðir, eins og sjálfsagt var, gefið eftir, en
brúin, sem var úr tré, var byggð undir umsjá
Tryggva Gunnarssonar og stóð allt til þess, að nýja
brúin var gerð fyrir örfáum árum; sér enn glögg-
lega marka fyrir gömlu brúnni.
Árið 1889 voru loks sett lög um bygging brúar á
Ölfusá, og skyldi landssjóður leggja til 40 000 kr., en
Árnes- og Rangárvallasýslur og jafnaðarsjóður Suð-
uramtsins 20 000 kr., sem landssjóður skyldi lána
þeim. Er sú lagasetning Ijóst dæmi af byrjunarörð-
ugleikum Alþingis, sem fyrst og fremst stöfuðu af
fjárhagslegri þröngsýni þingmanna. Enda þótt verk-
fræðingar væru búnar að gera áætlun um byggingar-
kostnað brúarinnar, lét þingið það eftir sér að fara
ekkert eftir þeirri áætlun og leggja miklu minna fé
til hennar en fyrirsjáanlega þurfti. Vitanlega hlaut
að liggja við, að þessi þröngsýni yrði brúarsmíðinu
að fótakefli, enda hefði svo orðið, ef Tryggvi Gunn-
arsson hefði ekki tekizt á hendur að smiða brúna,
sem auðvitað fór langt fram úr fjárveitingunni.
Lagði Tryggvi fram það, sem á vantaði, og er óvíst,
hvort hann hefur á endanum að fullu fengið endur-
greitt framlag sitt, en landssjóðslánið var auðvitað
gefið eftir. Hvað sem um það er, var brúin vígð 1891.
Af þessu virðist þingið þó hafa lært, að láta lands-
sjóð framvegis kosta stórbrúargerð og eiga þar ekkert
undir getu eða vilja einstakra héraða. Nú rak hver
brúin aðra. Árið 1893 voru sett lög um brúargerð
á Blöndu, 1897 um brú á Örnólfsdalsá á Mýrum,
1900 um brú á Lagarfljót, 1902 um brú á Jökulsá i
' Axarfirði, 1911 um brú á Jökulsá á Sólheimasandi
og 1914 um brú á Langá á Mýrum.
Loks setti Alþingi 1919 sérstök lög um brýr, og