Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 30
á ýmsar aðrar. Varð Pasteur þar enn fyrstur til, er
hann skýrði frá því, þegar 1877, að dýr, sem annars
voru næm fyrir miltisbrandi, sýktust lítið eða ekk-
ert, þótt miltisbrandssýklum væri dælt i þau, ef
„venjulegar bakteríur“ (þ. e.: b. úr loftinu) höfðu
komizt í miltisbrandssýklagróðurinn. Síðan hefur
fjöldi bakteríufræðinga fengizt við rannsóknir um
þessi efni, og hefur sægur af bakteriu- og sveppa-
tegundum fundizt, er framleitt hafa efni, sem reynzt
hafa skaðleg ýmsum sýklum, en flest hafa þau ann-
aðhvort verið of eitruð til að nota við menn eða
ekki nógu sterk til að vinna á sýklum í vefjum og
vessum líkamans. En nú er loks svo komið, að fund-
izt hefur og tekizt að framleiða i stórum stil eitt
slikt efni, sem hefur flesta þá kosti til að bera, sem
óskir manna og vonir hafa staðið til, grandar mörg-
um hinna hættulegustu sýklategunda og læknar
þorra þeirra sjúkdóma, sem þær valda, án þess að
vinna sjúklingunum mein. Þetta efn er penisillín.
Ekki svo að skilja, sem það sé nýtt af nálinni,
því að það eru 17—18 ár síðan það fannst. Alex-
ander Fleming er maður nefndur, skozkur að ætt,
fæddur 1887. Hann varð stúdent frá lærða skólan-
um i Kilmarnock, smáborg i Skotlandi, á borð við
eða litlu stærri en Reykjavik, og stundaði síðan
læknisfræðinám við spitala og læknaskóla Mariu
meyjar i London; er sá skóli raunar deild í Lund-
únaháskóla. Lauk hann þaðan læknisprófi með
miklu lofi og lagði siðan sérstaklega stund á
bakteríufræði. Varð hann dósent í þeirri fræðigrein
við Maríu meyjar slsólann rétt fyrir heimsstyrjöldina
fyrri og seinna prófessor við Lundúnaháskóla, en
þegar 1908 hafði hann fengið verðlaunapening úr
gulli frá Lundúnaháskóla fyrir ritgerð um vísinda-
legt viðfangsefni. — Fleming var vakinn og sofinn
við raunsóknir á sýklum og öðrum smáverum, lifs-
(28)