Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 102
hana alls 1822 rd. 62 sk., sem var mjög mikið fé þá.
Þar af greiddi stjórnin 904 rd. 48 sk., brúarsjóður
átti 302 rd. 62 sk., en fyrir brakið úr gömlu brúnni
fengust 71 rd. 20 sk. og voru þá eftir 524 rd. 28 sk.
auk 20 dala þóknunar til brúarsmiðsins, ísfelds
snikkara, er var nafntogaður maður á sinni tíð. Var
þetta í bili greitt úr jarðabókarsjóði, en amtmaður-
inn i Norður- og Austuramtinu lagði til, að upphæðin
væri endurgreidd af Norðuramtinu að Vs, Austur-
amtinu að Ys, en að % greiddist með 4 sk. tolli af
hverjum brennivínspotti, er til íslands flyttist. Ekki
vildi þó stjórnin fallast á það, en ákvað að upphæð-
inni skyldi jafna niður eins og gert hafði verið 1784.
Þegar þurfti að tjarga brúna 1831, var ákveðið, að
bæir í Múlasýslum skyldu greiða 12, 8, 4 eða 2 sk.
í árlegan brúartoll eftir fjarlægð þeirra frá ánni.
Síðan hélzt þetta, unz brúin komst í hendur lands-
sjóðs, og brúin sjálf var síðan uppi óbreytt að öðru
en stærri eða minni viðgerðum, unz nú, að búið er
að byggja nýja brú á dálítið öðrum stað en gamla
brúin lá. Þessi brú var fram til 1880 eina stórbrúin
á íslandi.
Eftir að Alþingi hafði fengið fjárforræði, reyndist
það nokkuð viðskotaseinna um brúarmál en vega-
mál. Árið 1877 flutti Benedikt Sveinsson sýslumaður
þingsályktunartillögu á Alþingi um byggingu brúar
á Skjálfandafljót, en hún var ekki samþykkt. Á þingi
1879 flutti hann sama mál í frumvarpsformi, og um
leið flutti síra ísleifur Gíslason í Arnarbæli frum-
varp um brúargerð á Ölfusá og Þjórsá. Var í hvor-
ugu frumvarpinu ætlazt til, að landssjóður stæði einn
að kostnaðinum, heldur áttu sveitirnar að greiða
bann að nokkru. Auðvitað höfðu þær ekki slík pen-
ingaráð, og þurftu því að fá upphæðirnar að láni iir
landssjóði, en sannleikurinn var og sá, að þær skorti
vilja til að greiða og jafnframt getu til að endur-
(100)