Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 55
Fyrstur varð Haraldur Björnsson (K. R.). Á sund-
meistaramóti íslands urðu þessir meistarar: Ari
Guðmundsson (Æ), Guðmundur Ingólfsson (í. R.),
Sigurður Jónsson (U. M. S. Þ.), Anna Ólafsdóttir
(Á.), Guðbrandur Þorkelsson (K. R.), Atli Steinars-
son (í. R.) og Villa M. Einarsdóttir (Æ).
Landsmeistaramótið í knattspyrnu vann Valur, í 1.
flokki K. R., í 2. flokki K. R. og í 3. flokki Fram.
Skjaldarglímu Ármanns yann Guðmundur Ágústs-
son (Á.). Íslandsglíman (hin 35. í röðinni) var háð
á Akureyri. Glímukappi íslands varð Guðm. Ágústs-
son (Á.) og vann hann einnig verðlaunaskjöld fyrir
fagra glímu.
Meistarakeppni í handhnattleik kvenna fór fram
á ísafirði, og vann lið ísfirðinga. Golfmeistari varð
Þorvaldur Ásgeirsson. Meistarar i hnefaleilc urðu:
í fluguvigt Friðrik Guðnason (Á),bantamvigtGuðjón
Guðjónsson (í. R.), fjaðurvigt Árni Ásmundsson
(Á.), léttvigt Arnlcell Guðmundsson (Á.), veltivigt
Stefán Magnússon (Á.), millivigt Jóel B. Jakobsen
(A.), léttþungavigt Gunnar Ólafsson (Á.) og þunga-
vigt Hrafn Jónsson (Á.). í frjálsum íþróttum unnu
þeir Gunnar Huseby og Skúli Guðmundsson mest af-
rek. Þeir eru báðir i K. R. — G. Huseby kastaði kúlu
15.57 m, og var það mesta afrek ársins í þeirri grein
utan Bandaríkjanna. Eftir afrek ársins var Skúli
Guðmundss. talinn 11. bezti hástökkvari í heimi
(bezti árangur hans var 1.34 m).
Mannalát. Aðalbjörg Jónsdóttir ekkjufrú, Önguls-
stöðum, Eyjafirði, 1. sept., 87 ára. Aðalsteinn Þórð-
arson verkam., Patreksf., lézt af slysförum í april,
33 ára. Ágúst Jónsson skáld, Rvík, 28. júní, f. 19. des.
’68. Ágúst Sigtryggsson vélstjóri, Rvík, 13. okt., f. 28.
sept. ’Ol. Albert F. Jóhannesson sjómaður, Suður-
eyri, Súgandaf., drukknaði 20. nóv., f. 10. nóv. ’85.
Aldís Ólafsdóttir fyrrv. húsfreyja á Vötnum, Ölfusi.
(53)