Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 92
Magnús Stephensen. Benedikt Sveinsson.
4) hreppavegi, sem greiðast skyldu með hálfu dags-
verki á hvern vinnufæran sveitarmann. í þessum
lögum voru aðalpóstvegir tilgreindir: Reykjavík—-
ísafjörður, Reykjavik—Akureyri, Akureyri—Seyðis-
fjörður, Reykjavík—Prestsbakki, Prestsbakki—Eski-
fjörður. Skyldu aðalpóstvegir vera 6 álna breiðir og
vera akfærir.
Á Aljjingi 1893 var enn borið fram frumvarp til
vegalaga og samþykkt, en það varð fyrst að lögum
vorið 1894. Hugsun þeirra laga var nokkuð önnur en
hinna fyrri, þvi nú var svo til ætlazt að vegakerfið
væri að vissu leyti ekki. sjálfstætt, heldur liður í
flutningakerfi landsins bæði á sjó og landi. Aðal-
áherzlan var því heldur ekki lengur lögð á póstveg-
ina. Vegum var í þessum lögum skipt í: 1) flutninga-
hrautir, sem aðalvörumagn helztu héraða skyldi
flutt um, 2) þjóðvegi, sem skyldu vera aðalpóstleiðir,
3) fjallvegi, 4) sýsluvegi, er skyldi liggja sýslna milli
og 5) hreppavegi. Tilgreindar voru með nafni 9
flutningabrautir, en þjóðvegir 5, hinir sömu og fyrr.
Kostnaður flutningabrauta, þjóðvega og fjallvega
(90)