Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 73
kr. (árið áður 22 míllj. kr.), saltsíld fyrir 17.1 millj.
kr. (árið áður 3.7 millj. kr), síldarolía fyrir 13.5
millj. kr. (árið áður 26.1 millj. kr), söltuð hrogn
fyrir 2.9 millj. kr. (árið áður 1.1 millj. kr.), sildar-
mjöl fyrir 2.4 millj. kr. (árið áður 13.1 millj. kr.),
harðfiskur fyrir 1.6 millj. kr. (árið áður 1.1 millj.
kr.), freðsíld fyrir 1.5 millj. kr. (árið áður nær
enginn útflutningur), fiskmjöl fyrir 1.4 millj. kr.
(árið áður 0.5 millj. kr.), saltfiskur (verkaður og
óverkaður) fyrir 1.1 milij. kr. (árið áður um 1.6
millj. kr), niðursoðinn fiskur fyrir 1 millj. kr. (árið
áður 0.8 millj. kr.).
Ríkisstjórnin gerði ýmsar ráðstafanir til að end-
urnýja skipastól landsmanna i stórum stíl og hóf
undirbúning að fleiri umbótum i útvegsmálum. Yar
samið um smið 30 togara i Bretlandi. Fyrstu vél-
bátarnir, sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Sví-
þjóð, komu til landsins á árinu.
Verklegar framkvæmdir. Húsagerðir voru miklar
víða um land, einkum í Rvik. Hafin var bygging
gagnfræðaskólahúss á Skólavörðuholti. Unnið var
að byggingu Melaskóla og Laugarnesskóla. Hafin var
bygging íþróttahúss Háskólans og þjóðminjahúss á
lóð Háskólans. Bakhúsi Menntaskólans í Rvík var
breytt í skólahús. Endurbælur voru gerðar á gamla
Stýrimannaskólahúsinu i Rvík, og var Gagnfræða-
skóli Reykvikinga fluttur þangað, en hann hafði
áður hafzt við í húsakynnum Iðnskólans. Unnið var
að byggingu nýrrar fæðingardeildar, á lóð Lands-
spítalans og endurbætur gerðar á Kleppsspitala.
Unnið var að Þjóðleikhúsinu. Hafin var viðbótar-
bygging við Arnarhvol og á Hæstiréttur að vera þar
til húsa. Breytingar voru gerðar á Hegningarhúsinu
í Rvík og vinnuhælinu á Litla-Hrauni. Unnið var að
verbúðabyggingum og fleiri framkvæmdum við
Reykjavíkurhöfn. Unnið var að byggingu stórhýsis
(71)