Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 82
Bjarni Thorarensen.
Jón Eiríksson.
eiginlegum skilningi, nema, ef telja skyldi, að i 182.
kap. Konungsbókar er mönnum leyft að reka fé um
fornar götur til sels og frá og gera þá brýr yfir keld-
ur, er verða fyrir þeim á annars manns landi. Á öðr-
um stað í þeirri bók sést beinlínis, að ekki er gert
ráð fyrir að neinir vegir séu lagðir.
Þegar hér tók .við konungsstjórn styrktist ríkis-
valdið mjög og lét nú mikið fleiri mál til sín taka
en áður hafði verið, enda þótt ekki mundi vera
kallað mikið nú. Árið 1281 var Jónsbók lögtekin hér.
og hafði hún nokkur ákvæði, er að veg'um lúta, sem
nú mundu ekki talin merkileg. í 21. kap. landsleigu-
bálks segir: „Ef viður vex um þjóðbraut þvera, svo
að þar má eigi aka eða klyfjar bera, þá höggvi sá er
vill þann við og kasti í skóg frá götu“. Það leynir
sér að vísu ekki, að þetta muni tekið upp úr norsk-
um lögum, úr þvi talað er um skóg, sem vex um
þvera þjóðbraut, og akstur. í sama bálki 32. kap.
segir: „Ef þjóðvegir renna að garði, þá skal hlið
vera hálfrar fimmtu álnar og hjaragrind fyrir, rimar
í að eigi megi fénaður smjúga, okar tveir á endum
(80)