Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 96
í lok fjárhagstímabilsins. Þá er það mjög eftirtektar-
vert, að þau ár, er marka spor í sjálfstæSisbaráttu
þjóSarinnar virSast leiSa til aukinna útgjalda til
vegagerSa, svo aS þar sannast enn hiS fornkveSna,
aS aukiS frelsi leiSir af sér aukiS framtak. ÁriS 1902
voru útgjöld til þessara mála 122.350.81 kr., 1903
109.456.44 kr., en 1904, fyrst áriS eftir aS stjórnin
fluttist inn í landiS, voru útgjöldin 171.236.84 og
lækkuSu sjaldan mjög eftir þaS. 1917, áriS áSur en
sambandslögin voru sett, voru útgjöld til vegamála
232.203.77 kr., 1918 424.931.96 kr„ 1919 312.559.89
kr„ en 1920 1.178.130.64 kr„ og þó þau lækkuSu
nokkuS eftir þaS vegna kreppu, er framfarasporiS
þarna greinilega markaS. ÁriS 1943, áriS fyrir hinn
endanlega skilnaS íslands viS Danmörku, voru vega-
málaútgjöldin 12.703.784.41 kr„ skilnaSaráriS 1944
voru þau komin upp í 17.599.427.84 kr„ en ruku
1945 upp í 24.050.807.26 kr.
Þá er aS spyrja, hvaS hafi fengizt fyrir pening-
ana. Því er ekki auSsvaraS svo nákvæmt sé. Til þess
liggja þær orsakir, aS féS hefur ekki allt fariS bein-
linis til aS gera vegi, heldur hefur mikiS, en óvíst
hvaS, eingöngu fariS til viSgerSar og viShalds vega,
sem fyrir voru. Þá mun um 13% milljón króna hafa
fariS i brýr, svo aS nærri mun láta, aS ríflega 86
milljónir hafi fariS til veganna. Fyrir þaS hafá meS
viShaldi fengizt eitthvaS um 7500 km af vegum; af
þeim munu um 5000 km vera þjóSvegir, en ekki
munu nema um 4000 km af þeim vera akfærir.
Þá hafa og í nágrenni Reykjavíkur, HafnarfjarSar
og nokkurra annarra kaupstaSa, veriS lagSir nokkrir
kílómetrar af malbikuSum og steinsteyptum bif-
reiSavegum, og þarf ekki aS efa, aS vegagerS ríkis-
ins muni i framtíSinni aSallega leggja fyrir sig
gerS slíkra vega.
MeSan ekki voru til nema ruddir vegir og troSn-
(94)