Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 54
úr íþróttasjóði. Umsækjendur voru 86 talsins, en 49
hlutu styrk. Til sundlaugabygginga runnu 240 000
kr., til íþróttahúsa 159 000, til skíðaskála 61 000, til
baðstofubygginga 8000, til starfrækslu íþróttastofn-
ana, íþróttakennslu og áhalda 112 000. Á árinu voru
byggðar 4 sundlaugar, 4 fimleikasalir, 2 baðstofur
og 5 skíðaskálar. Á árinu voru fimleikar kenndir í
192 skólahverfum. Sund var kennt í 212 skólahverf-
um (af 233), eða i 91% af þeim (árið áður í 87.5%).
Af fullnaðarprófsbörnum tóku 71% sundpróf. Sund-
kennslu nutu 53% af barnaskólabörnum (árið áður
47%). Sundkennsla fór fram á 65 stöðum. Fimleikar
voru kenndir i 34 frainhaldsskólum, en sund í 37.
(Framhaldsskólarnir eru alls 43).
Skíðamót íslands fór fram i Seljalandsdal við
Skutulsfjörð. í bruni kvenna vann Margrét Ólafs-
dóttir (Á) í A-B-flokki, en í C-flokki Ingibjörg
Árnadóttir (Á). Svig kvenna í A-B-flokki vann Maja
Örvar (K.R.), en í C-flokki Ingibjörg Árnadóttir
(Á). í bruni karla vann Jón M. Jónsson (í. B. R.) i
A-flokki, í B-flokki Þórir Jónsson (í. B. R.) og í
C-flokki Guðmundur Samúelsson (í. B. R.). í svigi
karla vann Guðmundur Guðmundsson (í. B. A.)
í A-flokki, i B-flokkí Þórir Jónsson (í. B. R.) og
í C-flokki Stefán Kristjánsson (í. B. R.). Skíða-
göngu karla vann í A-flokki Guðmundur Guð-
mundsson (í. B. A.), í B-flokki Reynir Kjart-
ansson (í. B. R.) og í flokki 17—19 ára pilta
Ingibjörn Halldórsson (í. S. S.). Slalombikar Litla
skiðafélagsins vann sveit I. B. A. Stökkkeppn-
ina vann Jónas Ásgeirsson (í. B. S.) i A-flokki,
í B-flokki Haukur Benediktsson (í. B. í.) og í flokki
17—19 ára pilta Jónas Helgason (í. B. í.). Skíða-
kóngur íslands varð Guðmundur Guðmundsson
(í. B. A.).
Yiðavangshlaup í. R. i Reykjavík vann sveit í. R.
(52)