Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 30

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 30
á ýmsar aðrar. Varð Pasteur þar enn fyrstur til, er hann skýrði frá því, þegar 1877, að dýr, sem annars voru næm fyrir miltisbrandi, sýktust lítið eða ekk- ert, þótt miltisbrandssýklum væri dælt i þau, ef „venjulegar bakteríur“ (þ. e.: b. úr loftinu) höfðu komizt í miltisbrandssýklagróðurinn. Síðan hefur fjöldi bakteríufræðinga fengizt við rannsóknir um þessi efni, og hefur sægur af bakteriu- og sveppa- tegundum fundizt, er framleitt hafa efni, sem reynzt hafa skaðleg ýmsum sýklum, en flest hafa þau ann- aðhvort verið of eitruð til að nota við menn eða ekki nógu sterk til að vinna á sýklum í vefjum og vessum líkamans. En nú er loks svo komið, að fund- izt hefur og tekizt að framleiða i stórum stil eitt slikt efni, sem hefur flesta þá kosti til að bera, sem óskir manna og vonir hafa staðið til, grandar mörg- um hinna hættulegustu sýklategunda og læknar þorra þeirra sjúkdóma, sem þær valda, án þess að vinna sjúklingunum mein. Þetta efn er penisillín. Ekki svo að skilja, sem það sé nýtt af nálinni, því að það eru 17—18 ár síðan það fannst. Alex- ander Fleming er maður nefndur, skozkur að ætt, fæddur 1887. Hann varð stúdent frá lærða skólan- um i Kilmarnock, smáborg i Skotlandi, á borð við eða litlu stærri en Reykjavik, og stundaði síðan læknisfræðinám við spitala og læknaskóla Mariu meyjar i London; er sá skóli raunar deild í Lund- únaháskóla. Lauk hann þaðan læknisprófi með miklu lofi og lagði siðan sérstaklega stund á bakteríufræði. Varð hann dósent í þeirri fræðigrein við Maríu meyjar slsólann rétt fyrir heimsstyrjöldina fyrri og seinna prófessor við Lundúnaháskóla, en þegar 1908 hafði hann fengið verðlaunapening úr gulli frá Lundúnaháskóla fyrir ritgerð um vísinda- legt viðfangsefni. — Fleming var vakinn og sofinn við raunsóknir á sýklum og öðrum smáverum, lifs- (28)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.