Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 5
SKÝRINGAR VIÐ ALMANAKIÐ
[33 Fánadagur } Tunglið h
• Nýtt tungl § Merkúríus
F Satúmus
IJranus
'i' Neptúnus
E Plútó
Stjömuhröp
{) Fyrsta kvartil ? Venus
O Fullt tungl 3 Mars
3 Síðasta kvartil 2J. Júpíter
Merkinu fylgir nafn þeirrar loftsteinadrífu sem um er að ræða.
Hverrar drífu gætir venjulega í nokkra daga (nætur), og er daga-
fjöldinn sýndur í sviga en merkið sett við þá dagsetningu sem svarar
til hámarksins.
O 21 28 merkir að tungl sé fullt kl. 21 28.
$ 3°S D kl. 07 merkir að Venus sé 3° sunnan við tunglið kl. 07.
Útreikningamir miðast við Reykjavík, en tíminn er stundum til-
greindur þótt tungl sé undir sjóndeildarhring þar þegar samstaðan
verður. Miðað við stjömumar færist tunglið um það bil breidd sína
(0,5°) til austurs á hverri klukkustund.
§ Iengst í austur (18°) merkir að Merkúríus sé lengst í austur frá
sólu, og að fjarlægð hans frá sólu á himinhvolfmu sé 18°.
Feitt letur í flóðdálkunum auðkennir hæstu flóðin. Flóðhæðin í
Reykjavík (tilgreind í svigum) reiknast frá fleti, sem er 0,12 m undir
sjávarborði á meðalstórstraumsfjöru.
í flóðdálkunum er þeirri reglu fylgt, að fyrsta flóð hvers dags er
kallað árdegisflóð þess dags, jafnvel þótt komið sé fram yfir kl.
12 þegar háflæði verður. Næsta flóð á eftir er nefnt síðdegisflóð
sama dags, þótt háflæði dragist stundum fram yflr kl. 24.
í dagataíinu er sýndur gangur tungls í Reykjavík. Nánari upp-
lýsingar er að finna á bls. 35-36.
1 dálkunum fyrir reikistjömumar er þess getið um hverja stjörnu,
hve björt hún sýnist, hvenær hún er í hásuðri frá Reykjavík og hve
hátt hún er þá yflr sjóndeildarhring. Einnig er tekið fram, í hvaða
átt og hæð stjarnan er við myrkur að kvöldi og í birtingu að morgni.
Orðin myrkur og birting eru skilgreind nánar á bls. 34. Punktalína
merkir að stjaman sé undir sjóndeildarhring. Birta reikistjamanna
er tilgreind í birtustigum, sem eru þeim mun lægri sem stjarnan er
bjartari. Daufustu stjömur sem sýnilegar eru berum augum við góð
skilyrði eru nálægt birtustiginu +6. Pólstjaman er á birtustiginu +2.
Bjartasta fastastjarnan (Síríus) er um það bil á stiginu —1,5.
Hnattstaða Reykjavíkur er í þessu almanaki talin 64 gráður 8,4
mínútur norðlægrar breiddar og 21 gráða 55,8 minútur vestlægrar
lengdar (Skólavörðuholt). í Reykjavík samsvarar breiddarmínútan
1858 metmm, en lengdarmínútan 811 metmm.
Um tímareikning. í almanaki þessu eru allar stundir taldar eftir
miðtíma Greenwich, sem nú er íslenskur staðaltími. Á stöku stað
reiknast stundirnar fram yfir 24. Þannig táknar tímasetningin
„25 31“ hinn 3. janúar það sama og 01 31 hinn 4. janúar.
(3)