Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Síða 40
MYRKVAR 1975
Sólmyrkvar.
1. Deildarmyrkvi á sólu 11. maí. í Reykjavík hefst myrkvinn kl.
05 48, rúmri klukkustund eftir sólarupprás, og varir hann til
kl. 07 45. Mestur er myrkvinn kl. 06 45 og hylur tungl þá 76%
af þvermáli sólar. Tunglið færist yfir sólina frá vestri til austurs
og byrjar að sjást hægra megin á sólkringlunni („kl. 3“ ef
sólinni er líkt við klukkuskífu). Þeir sem fylgjast vilja með
myrkvanum eru alvarlega varaðir við að horfa beint í sólina
með sjónauka eða berum augum, nema ljósið sé mjög mikið
deyft, t. d. með rafsuðugleri eða dökkri filmu. Ef sjónauki er
notaður, er best að láta hann varpa mynd af sólinni á hvítt
spjald, sem haldið er í dálítilli fjariægð, og skarpstilla síðan
sjónaukann uns myndin verður skýr.
2. Deildarmyrkvi á sólu 3. nóvember. Sést í Suður-Ameriku og á
Suðurskautslandinu.
Tunglmyrkvar.
1. Almyrkvi á tungli 25. maí. Sést ekki frá íslandi að heitið geti.
Hálfskugginn (daufur) byrjar að færast yfir tunglið kl. 02 59,
en þá er tungl lágt yfir sjóndeildarhring í SSV frá Reykjavík
og auk þess birta á himni. Tungl sest kl. 03 57, þremur mínútum
áður en það snertir alskuggann, en þá er sól komin upp í Reykja-
vík.
2. Almyrkvi á tungli 18.-19. nóvember. Myrkvinn hefst (tungl
snertir hálfskuggann) 18. nóvember kl. 19 26, en þá er tungl í
austri í Reykjavík. Kl. 20 39 byrjar tunglið að ganga inn í al-
skuggann og er almyrkvað kl. 22 03. Miður myrkvi er kl. 22 23,
en almyrkvanum lýkur kl. 22 44. Tungl er laust við alskuggann
kl. 00 08 (hinn 19. nóv.) og við hálfskuggann kl. 01 21 og er þá
nálægt hásuðri í Reykjavík.
Stjörnumyrkvar.
í töflunni á næstu síðu eru upplýsingar mn alla helstu stjörnu-
myrkva sem sjást munu hér á landi árið 1975. Tímamir, sem gefnir
em upp á tíunda hluta úr mínútu, em reiknaðir fyrir Reykjavík.
Annars staðar á landinu getur munað nokkmm mínútum. Með birtu
er átt við birtustig stjömunnar, sbr. bls. 3. f aftasta dálki er sýnt hvort
stjaman er að hverfa (H) eða birtast (B) og hvar á tunglröndinni
það gerist. Tölurnar merkja gráður, sem reiknast frá norðurpunkti
tunglsins (næst pólstjömunni) til austurs. 0° er njrst á tunglinu, 90“
austast, 180° syðst og 270° vestast.
(38)