Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 56
hlutar af sömu stærð (sama rúmtaki). Þegar um fasta hluti eða fljót-
andi er að ræða, er algengast að viðmiðunarefnið sé vatn, en eðlis-
þyngd lofttegunda er oftast miðuð við andrúmsloft. Hlutur með
eðlismassann 1600 kg/m3 myndi hafa eðlisþyngdina 1,6 miðað við
vatn.
Hornamál.
1 radían (rd eða rad) = homið sem bogi hrings spannar, séð frá
miðju hringsins, þegar boginn er jafnlangur hringgeislanum.
Einnig nefnt bogamœlieining.
1 hringur = 360 gráður (°) = 400 nýgráður (8).
1 gráða (°) = 60 bogamínútur (') = 3600 bogasekúndur (").
1 nýgráða (8) = 100 nýmínútur (c) = 10 000 nýsekúndur (cc).
1 radían = 57°,295 780 = 57° 17'44",81 = 3437',7468 = 206 264",81
= 638,661 977.
1 steradían (sr) = rúmhomið sem flatarskiki á kúlu þekur, séð frá
miðju kúlunnar, þegar skikinn hefur sama flatarmál og sléttur
ferningur sem hefur kúlugeislann að hlið.
1 fergráða = rúmhomið sem flatarskiki á kúlu þekur, séð frá miðju
kúlunnar, þegar skikinn hefur sama flatarmál og sléttur fem-
ingur sem hefur hlið jafnlanga þeim boga, er 1 gráða spannar á
kúlunni, séð frá miðju hennar.
1 kúla = 4n sr = 12,6 sr = 41 253 fergráður.
Þvermál tungls (og sólar) = 1/2°.
1 cm á stiku í útréttri hendi = um 1°.
Hiti (hitastig).
1 Kelvingráða (°K), varmafræðileg = gráða á varmafræðilegum
kvarða sem hefur núllpunkt við alkul og sýnir 273,16° við
þrípunktshita vatns. Þessi skilgreining gekk í gildi 1954. Talan
273,16 var valin með það fyrir augum að Kelvingráðan yrði
sem næst hinni alþjóðlegu Celsiusgráðu að stærð. Á hinum
alþjóðlega kvarða, sem miðað er við í framkvæmd, er frostmark
vatns sett 0°C(= 273,15°K)en suðumarkið 100°C (= 373,15°K).
1 Celsiusgráða (°C), varmafræðileg = 1 Kelvingráða, varmafræðileg,
en núllpunkturinn á Celsiuskvarðanum er settur við 273,15°K.
1 Fahrenheitgráða (°F) = 5/9 úr Celsiusgráðu. Frostmark vatns er
sett 32°F, en suðumarkið 212°F.
Þrípunktshiti vatns (þar sem vatn, ís og gufa eru í jafnvægi) =
273,16° K = 0,01°C.
Alkul (hið algjöra hitalágmark) = 0°K = —273,15°C.
Timi.
1 sekúnda (atómsekúnda) = 9 192 631 770 sveiflutímar tiltekinnar
raföldu frá loftkenndu sesini 133, sem er ein samsæta frum-
efnisins sesíns. Grundvallareining tímans í hinu alþjóðlega
einingakerfi síðan 1967.
(54)