Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Síða 61
Mögnun.
1 desibel (dB) = mögnun sem svarar til þess að orkuflæði margfaldist
um 10V10 = 1,26 (sem jafngildir 26% aukningu flæðisins).
Mögnun um n desibel svarar til þess að orkuflæðið margfaldist
um ‘V 10°. Þrjú desibel svara nokkurn veginn til tvöföldunar,
og tíu desibel til tíföldunar. Þegar hljóðstyrkur er tilgreindur í
desibel er átt við það hversu mikið þyrfti að magna minnsta
heyranlegt hljóð af tíðninni 1000 Hz til þess að fá sama hljóð-
styrk (orkuflæði). Hljóðstyrkurinn er þó ekki beinn mælikvarði
á hljóðhæðina (háværðina) eins og eyrað greinir hana, því að
næmleiki eyrans er einnig háður öldutíðni hljóðsins.
Hljóðhækkun.
1 fón (phon) = sú hljóðhækkun sem mannseyrað leggur að jöfnu við
hækkunina er styrkaukningin 1 desibel veldur á jafn háværu
hljóði af tíðninni 1000 Hz. Þegar hljóðhæð er tilgreind í fón er
átt við það hversu mikið þyrfti að magna minnsta heyranlegt
hljóð af tíðninni 1000 Hz til þess að fá sömu hljóðhæð, dæmt
með eyranu.
Geislavirkni.
1 kúrí (curie, Ci) = geislavirkni efnismagns sem 3,7 • 10'0 kjama-
sundranir verða í á hverri sekúndu. 1 gramm af radíni hefur
geislavirkni sem er mjög nálægt því að vera 1 kúrí.
Geisiaálag.
1 röntgen (R) = það geislaálag röntgengeisla eða gammageisla sem í
lofti leiðir til myndunar rafa (jóna) er hafa til samans hleðsluna
1/(3 ■ 109) kúlomb af hvoru formerki fyrir sig (+ og —) í hverj-
um 1,293 mg lofts. Þessi eining (röntgen), sem miðast við álagið
á loft, er fremur ófullkominn mælikvarði á álagið á aðra hluti.
1 rad = það geislaálag sem veldur því að hvert kg efnis tekur í sig
geislaorku sem nemur 0,01 júl. Rad er mælieining fyrir geisla-
álag af hvers kyns geislun. Fyrir röntgengeislun og gammageisl-
un á efni mannslíkamans svarar 1 rad nokkum veginn til 1
röntgen. Geislaþol líkamans í rad er þó misjafnlega mikið, eftir
því hver geislunin er. Þannig veldur 1 rad af alfaögnum og hrað-
fara nifteindum um það bil tíu sinnum meiri skaða líffræðilega
séð en 1 rad af röntgengeislum, gammageislum eða betageislum.
1 rem = það geislaálag hvers kyns geislunar, sem hefur ámóta líf-
fræðileg áhrif og álagið 1 rad af röntgengeislum eða gamma-
geislum. Sem stendur er ekki talin þörf á sérstökum varúðar-
ráðstöfunum ef álagið er undir 100 millirem á viku (á sérhvem
hluta líkamans). Snögg geislun sem nemur 25 rem hefur ekki
merkjanleg áhrif á mannslíkamann, en 600-1000 rem er
banvænn skammtur.
(59)