Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 63
SEGULÁTTIR Á ÍSLANDI
Meðfylgjandi kort sýnir stefnu ótruflaðrar áttavitanálar á íslandi
árið 1975. Norðurendi nálarinnar vísar um það bil í norð-norðvestur,
og sýna tölumar á kortinu hve miklu munar á áttavitastefnunni og
réttri norðurstefnu. Munurinn nefnist segulskekkja eða misvísun.
Sem stendur minnkar misvísunin hérlendis um eina gráðu á hverjum
13 árum eða svo. Víða trufla segulmögnuð jarðlög áttavitann, og
getur áttavitastefnan þess vegna verið talsvert frábrugðin því sem
kortið sýnir.
VIKUNÚMER í VIÐSKIPTUM
í viðskiptum, einkanlega erlendis, gerist það nú æ algengara, að
vikur ársins séu tölusettar og vikunúmerin notuð, til dæmis þegar
áætla þarf afgreiðslutíma vöru. Vegna ágreinings um, hvernig telja
bæri vikumar, var alþjóðleg nefnd fengin til að fjalla um málið.
Nefndin skilaði áliti árið 1970 og á grundvelli þess hefur Alþjóðlega
stöðlunarstofnunin (ISO) gefið út staðal, sem líklegt er, að flestar
bjóðir muni sameinast um. Samkvæmt staðli þessum telst hver við-
skiptavika hefjast með mánudegi og ljúka með sunnudegi. Þegar
áramót skipta viðskiptaviku í tvennt, skal vikan talin til þess árs,
sem lengri hlutinn tilheyrir (4 dagar vikunnar eða meira). Þannig
telst fyrsta viðskiptavika ársins 1975 byrja með mánudeginum 30.
desember 1974, því að meiri hluti vikunnar (5 dagar) tilheyrir árinu
1975. Fyrsta viðskiptavika ársins 1972 hófst hins vegar ekki fyrr en
3- janúar. Fyrstu tveir dagar þess árs, laugardagur og sunnudagur,
tilheyrðu 52. viðskiptaviku ársins á undan.
(61)