Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 64
UM ÍSLENSKA MISSERISTALIÐ
í dagatalinu hér að framan er rás hins fomíslenska tímatals
sýnd svo sem venja er til, hægra megin á fyrri síðu hvers mánaðar.
Tímatal þetta heitir öðru nafni misseristal, því að tíminn reiknast
þar í misserum (sumrum og vetrum) en ekki ámm. Misserunum er
skipt í mánuði og vikur, með höfuðáherslu á viknatalningu í hverju
misseri. Vikur sumars hefjast á fimmtudegi, en vikur vetrar á laugar-
degi. í sumarmisserinu eru að jafnaði 26 vikur og 2 dagar, og heita
síðustu dagarnir tveir veturmetur. Á 5-7 ára fresti er sumarið lengt
um viku og stendur þá í 27 vikur og 2 daga. í vetrarmisserinu eru
ávallt 25 vikur og 5 dagar, og heita síðustu fimm dagamir sumarmál.
í tveimur misserum, sumri og vetri, verða þannig 52 vikur oftast
nær, en stundum 53.
Mánuðimir eru allir 30 dagar að lengd. Þar sem sumarið er
venjulega 184 dagar, nær það yfir 6 mánuði heila og 4 daga um-
fram. Umframdagamir lenda utan mánaða, milli þriðja og fjórða
sumarmánaðar, og nefnast aukanœtur. Þegar sumarið er lengt um
viku, kemur sú vika einnig milli mánaða, á eftir aukanóttum.
Viðbótarvikan heitir sumarauki og hefst ætíð á sunnudegi. Ekki
raskar hún viknatalningunni að öðru leyti en því, að vikumar í
sumrinu verða fleiri. Miðsumar telst á fyrsta degi fjórða sumar-
mánaðar (heyannamánaðar).
í vetri eru ávallt 180 dagar, þ.e. 6 mánuðir réttir. Miður vetur
telst á fyrsta degi hins fjórða mánaðar (þorra).
Misseristalið er tengt hinu almenna tímatali með því ákvæði, að
sumar skuli byrja fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl, þ.e. í fyrsta lagi
19. apríl og í síðasta lagi 25. apríl. Nú eru sumar og vetur til samans
venjulega 364 dagar, en almanaksárið degi lengra, og í hlaupári
tveimur dögum lengra. Af því leiðir, að sumarkoman verður með
hverju ári degi fyrr á ferðinni, og í hlaupárum tveimur dögum fyrr
en árið áður. Þegar að því kemur, að sumardaginn fyrsta ber upp
á 19. apríl, er fyrirsjáanlegt, að sumar muni koma of snemma
næsta ár, ef ekki verði að gert. Er þá sumarið lengt um viku með
því að skjóta inn sumaraukanum. Sumarauki verður því í hvert
sinn sem sumarkoman er 19. apríl. En einnig getur staðið svo á,
að auka verði við sumarið þótt sumarkoman sé ekki fyrr en 20. apríl.
Ástæðan er þá sú, að árið sem á eftir fer er hlaupár. Myndi því
sumarkoman flytjast til um tvo daga til 18. apríl, ef engar ráð-
stafanir væru gerðar. Slík afbrigðileg sumaraukaár nefnast rím-
spillisár. Nánari skvringar er að finna í Almanaki Þjóðvinaféiagsins
1969.
(62)