Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 71
lestir (83). Mikið var unnið að landgræðslu og skóg-
rækt. Tvær áburðardreifingarflugvélar voru í notk-
un hjá Landgræðslu ríkisins. Flugfélag íslands færði
Landgræðslu ríkisins að gjöf nýja áburðardreifing-
arflugvél, sem nefnd var Páll Sveinsson. Við til-
komu flugvélarinnar áttfaldaðist dreifingargeta
Landgræðslunnar. Um 70 norskir skógræktarmenn
dvöldust við störf hér á landi í ágúst, og sami f jöldi
íslendinga við skógræktarstörf í Noregi á sama
tíma. Skógræktarfélögin í Kópavogi og Kjósarsýslu
hófu gróðursetningu trjáplantna á svæðinu við
Fossá í Kjós. Berjaspretta var rýr víðast hvar á
landinu. Ræktunarframkvæmdir voru svipaðar og
árið áður. Fluttar voru inn 530 dráttarvélar (árið
áður 614), 500 sláttuvélar (486), 120 heyhleðslu-
vagnar (281) og 220 heybindivélar (132).
Slátrað var 856 200 fjár (árið áður 768 409). Af
þeim voru 782 846 dilkar (712 763) og 73 354 full-
orðið fé (55 646). Meðalfallþungi dilka var 14,94
kg (14,83). Hefur meðalfallþungi dilka aðeins einu
sinni áður verið meiri, 15,04 kg árið 1957. AIls var
kindakjötsframleiðsla 13 829 lestir (12 354). Mjólk-
urframleiðsla jókst um 2,6% frá árinu áður. Riðu-
veiki varð vart í sauðfé, einkum í Eyjafirði, en
einnig á Austurlandi og í Barðastrandarsýslu. Unn-
ið var að því að koma upp í Hrísey sóttvarnarstöð
vegna innflutnings holdanauta.
Ný búræktarlög gengu í gildi í apríl. Búnaðar-
þing var haldið í Reykjavík í febrúar og mars.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn á
Núpi í Dýrafirði um mánaðamótin ágúst—sept-
ember, og var Gunnar Guðbjartsson endurkjörinn
formaður sambandsins. Hópur íslenskra bænda ferð-
aðist um Noreg og Danmörku um vorið.
(69)