Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 89
landskeppni milli Islendinga og Kínverja, og unnu
Kínverjar.
Bridge. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson urðu
íslandsmeistarar í bridge. íslenskar sveitir tóku þátt
í Norðurlandamóti í Álaborg í júní. íslendingar
tóku þátt í Evrópumeistaramóti í Ostende í Belgíu
í september og urðu í 14. sæti, en þátttökulöndin
voru 23.
Fimleikar. Norræn fimleikahátíð var haldin í
Reykjavík í júlí, og voru þátttakendur um 800, af
þeim um 650 útlendingar. Fimleikasýningar voru þá
einnig haldnar á Akureyri. Mikil fimleikahátíð var
haldin í Reykjavík 2. desember, og tóku þá um 800
manns þátt í sýningunum.
Frjálsíþróttir. Frjálsíþróttamót íslands innanhúss
fór fram í Reykjavík í byrjun maí. íslendingar tóku
þátt í Evrópubikarkeppni í frjálsíþróttum í júlí,
karlaliðið í Belgíu, kvennaliðið í Danmörku. Varð Er-
lendur Valdimarsson í öðru sæti í kringlukasti og
sleggjukasti. Tveir íslendingar kepptu í tugþraut
í Lyngby í Danmörku í júlí, og hlaut Stefán Hall-
grímsson þar 7029 stig. Á íþróttamóti í Reykjavík
í júlí kepptu sovésku heimsmeistarinn í tugþraut,
N. Avilov og tékkneski Ólympíumeistarinn í kringlu-
kasti, L. Danek. Meistaramót íslands í frjálsíþrótt-
um fór fram í Reykjavík í júlí. í ágúst var haldið
frjálsíþróttamót í Reykjavík, og kepptu þar margir
kunnir erlendir íþróttamenn. Þar fór fram einn
riðillinn í Evrópumeistarakeppni í tugþraut og
fimmtarþraut kvenna. Þar keppti m. a. Ólympíu-
meistarinn í fimmtarþraut kvenna, Mary Pettrs frá
Englandi. í tugþrautarkeppninni sigraði Frakkinn
J. Leroy og í fimmtarþraut kvenna M. C. Wartel
frá Frakklandi. Islendingar tóku þátt í frjálsíþrótta-
(87)