Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 91
flokki. í handknattleik utanhúss sigraði Fimleika-
félag Hafnarf jarðar í karlaflokki, en Fram í kvenna-
flokki. Tveir landsleikir milli íslendinga og Sovét-
manna fóru fram í Reykjavík í febrúar, og unnu
íslendingar báða leikina. Júgóslafneska liðið Zagreb
keppti hér á landi í febrúar. í febrúar var háður
landsleikur milli íslendinga og Dana í Randers, og
varð jafntefli. í mars voru háðir í Reykjavík tveir
Jandsleikir milli íslendinga og Norðmanna. Hinn
fyrri var jafntefli, en Norðmenn unnu hinn síðari.
íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti unglinga
um mánaðamótin mars—apríl, piltarnir í Svíþjóð,
stúlkumar í Danmörku. Piltarnir unnu Finna, en
töpuðu fyrir hinum, stúlkurnar unnu Norðmenn, en
töpuðu fyrir hinum. Vesturþýska liðið Gummers-
bach keppti hér á landi í september, og Valur keppti
við það í Þýskalandi í október. íslendingar háðu í
október tvo landsleiki við Norðmenn, hinn fyrri í
Björgvin, hinn síðari í Moss. Norðmenn unnu fyrri
leikinn, en hinn síðari var jafntefli. í október háðu
íslendingar landsleik í Reykjavík við ítali, og unnu
íslendingar. Islendingar háðu landsleik við Frakka
í Metz í október og annan í Reykjavík í nóvember.
Frakkar unnu fyrri leikinn, en íslendingar hinn síð-
ari. íslenska kvennalandsliðið háði landsleik við
norska kvennalandsliðið í Osló í nóvember, og unnu
Norðmenn. íslenska kvennalandsliðið tók þátt í
Norðurlandamóti í Helsinki í nóvember. Það vann
Finna, en tapaði fyrir hinum. í nóvember fóru fram
í Reykjavík tveir landsleikir milli íslendinga og
Svía, og unnu Svíar þá báða. í desember fór fram
í Hafnarfirði landsleikur íslendinga og Bandaríkja-
manna, og unnu íslendingar. 1 desember tók íslenska
landsliðið þátt í fimm landa keppni í Rostock í Aust-
(89)