Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 92
ur-Þýskalandi. Þar töpuðu íslendingar fyrir Aust-
ur-Þjóðverjum, Ungverjum og Rúmenum, en gerðu
jafntefli við Tékka. Geir Hallsteinsson var ráðinn
til að leika með vesturþýska liðinu Göppingen og
vann þar mikil afrek. Fundur handknattleiksleið-
toga á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavík í júní.
íþróttamaður ársins. Guðni Kjartansson, knatt-
spyrnumaður frá Keflavík, var kjörinn íþróttamað-
ur ársins.
Júdó. íslandsmeistaramót fór fram í Reykjavík í
maí. Svavar Carlsen keppti á Norðurlandameistara-
móti í apríl og varð annar í sínum þyngdarflokki.
í október tók Viðar H. Guðmundsson þátt í alþjóð-
legri unglingakeppni í Skotlandi og sigraði í sín-
um þyngdarflokki.
Knattspyrna. íþróttabandalag Keflavíkur varð ís-
landsmeistari í knattspyrnu utanhúss í karlaflokki,
en Ármann í kvennaflokki. í knattspyrnu innanhúss
sigraði Valur í karlaflokki, en Ármann í kvenna-
flokki. Islenska unglingalandsliðið keppti í apríl í
Reykjavík við unglingalandslið Luxemburgs, og
sigruðu íslendingar. í júní keppti unglingalandsliðið
í Evrópukeppni unglinga á ítalíu. Það tapaði fyrir
Englendingum og Svisslendingum, en gerði jafn-
tefli við Belga. í júní var háður í Klakksvík lands-
leikur milli íslendinga og Færeyinga, og unnu ís-
lendingar 4:0. í júlí háðu íslendingar og Svíar lands-
leik í Uddevalla í Svíþjóð, og unnu Svíar 1:0. Þrjú
íslensk knattspyrnulið kepptu í Evrópubikarkeppn-
inni. í júlí háðu íslendingar tvo landsleiki í Reykja-
vík við Austur-Þjóðverja. Unnu Austur-Þjóðverjar
báða leikina, 2:1 og 2:0. í ágúst var háður í Reykja-
vík landsleikur milli íslendinga og Norðmanna, og
unnu Norðmenn 4:0. I ágúst fór fram leikur ungl-
(90)