Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 95
Reykjavík í júlí. í mars fór fram í Dyflinni lands-
keppni í sundi milli íslendinga og íra. íslendingar
sigruðu 134:121. íslenska landsliðið tók þátt í átta
landa sundkeppni í Sviss í júlí og varð í sjöunda
sæti. íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti í
sundi í Osló í ágúst og urðu þar í neðsta sæti. Þeir
tóku síðan þátt í ýmsum sundmótum á Norður-
löndum. Unglingameistaramót fór fram á Siglu-
firði í september, og um leið var haldið þar þing
Sundsambands íslands. Ýmis ný íslandsmet voru
sett í sundi, t. d. setti sveit Ægis nýtt met í 4 x 100
metra skriðsundi, 3 mín. 59,6 sekúndur.
Landhelgismálið.
Samningatilraunir milli íslendinga og Breta um
landhelgismálið fóru út um þúfur 19. maí, og þá
héldu bresk herskip inn fyrir 50 mílna mörkin. Þá
var sendiherra íslands í London, Níels P. Sigurðs-
son, kvaddur heim, en stjórnmálasamband var þó
ekki rofið. Á næstu mánuðum kom oft til átaka
milli íslenskra varðskipa og breskra og vesturþýskra
togara. Voru togvírar oft klipptir og stöku sinnum
var skotið. Breskir togarar og herskip gerðu alloft
tilraunir til að sigla á íslensk varðskip, og hlutust
stundum árekstrar af. Beið einn íslendingur bana
í þeim átökum. 27. september lýsti ríkisstjórn ís-
lands því yfir, að ef bresk herskip færu ekki út
fyrir 50 mílna mörkin fyrir 3. október yrði stjóm-
málasambandi við Bretland slitið. 2. október til-
kynnti breska stjórnin, að herskipin færu út fyrir
mörkin 3. október, en þau kæmu aftur inn fyrir,
ef íslensk varðskip áreittu breska togara. Var Ólafi
Jóhannessyni forsætisráðherra þá boðið til London
(93)