Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 109
an ár. Frá stöðvarhúsinu er frárennslisskurður út í
Tungnaá. — Lögð var ný lína frá háspennukerfi
Landsvirkjunar við Geitháls til Reykjavíkur. Var
lögð loftlína frá Geithálsi til Gufuness, þaðan sæ-
strengur að Kletti og þaðan jarðstrengir að aðveitu-
stöðinni við Lækjartorg. Ný lína var lögð milli
Reykjavíkur og Korpúlfsstaða. Raflína var lögð
til fólkvangsins í Bláfjöllum. Unnið var að Mjólk-
árvirkjun í Arnarfirði (5,7 megavött) og virkjun
Blævardalsár við Djúp. Hólmavíkurlína og Búðar-
dalslína voru tengdar saman. Laxárdeilunni lauk
með samkomulagi 19. maí. Hið nýja raforkuver við
Laxá (6,5 megavött) var tekið í notkun í septem-
ber. Lokið var línunni milli Akureyrar, Sauðárkróks
og Varmahlíðar. Lokið var tengingu Þórshafnar við
Laxárkerfi. Unnið var að Lagarfossvirkjun (7,5
megavött). Ný dieselstöð var sett upp á Seyðis-
firði og þrjár dieselstöðvar í Vestmannaeyjum eftir
að gosið hófst. Einnig var unnið að því að la.gfæra
sæstrengina til Vestmannaeyja. Rafmagn var leitt
á um 240 sveitabæi, t. d. á Skarðsströnd, í Rauða-
sandshreppi, við sunnanverðan Dýrafjörð, á Jökul-
dal, í Hróarstungu, Breiðdal, Berufirði og nokkra
bæi á Suðurlandi.
Unnið var að rannsóknum á möguleikum á lagn-
ingu raflínu yfir hálendið frá Suðurlandi til Norð-
urlands. Rannsakaðir voru möguleikar á virkjun-
um í Blöndu, Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú,
Jökulsá í Fljótsdal, efri hluta Þjórsár og efri hluta
Hvítár í Árnessýslu.
í desember ollu frosthörkur rafmagnsskorti víða
um land og sums staðar vandræðaástandi, t. d. á
Höfn í Hornafirði.
(107)