Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 111
sóknastofnun iðnaðarins vann að mengunarrann-
sóknum og að rannsóknum á nytsömum efnum, t. d.
jarðefnum á Reykjanesi og þangvinnslu á Reyk-
hólum. Skoskir sérfræðingar unnu að rannsóknun-
um á Reykhólum. Stofnunin vann einnig að rann-
sóknum á perlusteini úr Prestahnúk með aðstoð
ungverskra sérfræðinga. Stofnunin vann að tilraun-
um um að gera plötur úr vikri, perlusteini, hálmi
og fleiri efnum.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins vann að
tilraunum um það, hve vel byggingar standast hvass-
viðri, og tók í notkun nýtt tæki til þeirra tilrauna,
slagveðursskáp. Hún vann einnig að rannsóknum
á íslenskum byggingarefnum í jörðu, einkum á Vest-
fjörðum. Stofnunin hóf útgáfustarfsemi til upplýs-
inga og gaf út fræðslublöð.
í Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á
Keldum var unnið að rannsóknum á ýmsum bú-
fjársjúkdómum, t. d. visnu í sauðfé, efnaröskunar-
sjúkdómum í nautgripum, sníkjudýrarannsóknum
og framleiðslu á bóluefnum. Einnig var unnið að
rannsóknum á visnu og öðrum veirusjúkdómum og
hægfara sjúkdómum í mönnum.
Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg vann
að ýmsum sjúkdómarannsóknum.
Rannsóknaráð ríkisins vann m. a. að almenn-
um rannsóknum á vísindalegri rannsóknastarfsemi
hér á landi, rannsóknum á ylrækt, notkun jarðhita
til heykögglagerðar o. fl. Gosefnanefnd iðnaðar-
ráðuneytisins vann að rannsóknum á nýtingarmögu-
leikum gosefna.
Haldið var áfram víðtækum líffræðirannsóknum
við Mývatn, og unnu að þeim bæði innlendir og er-
lendir vísindamenn. Haldið var áfram skipulegum
(109)