Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 112
mannfræðirannsóknum í Þingeyjarsýslu. Rannsókn-
ir á gláku frá erfðafræðilegu sjónarmiði fóru fram
á elliheimilum hér á landi, og tóku erlendir sér-
fræðingar þátt í þeim.
Samgöngur og ferðalög.
74 019 útlendingar komu til Islands á árinu (ár-
ið áður 68 026). Af þeim voru 29 499 Bandaríkja-
menn (28 124), 8 084 Þjóðverjar (7 369), 7 040 Dan-
ir (4 986), 5 441 Svíi (4 258), 5 317 Bretar (7127),
4 317 Norðmenn (2 757), 3167 Frakkar (2 723),
1684 Svisslendingar (1700), 1490 Hollendingar
(1302), 1088 Finnar (971), 944 Kanadamenn
(1187) og 786 Austurríkismenn (775). 47 661 ís-
lendingur ferðaðist til útlanda (37 807).
í júnílok samþykktu aðalfundir Flugfélags ís-
lands og Loftleiða, að félögin skyldu sameinast frá
1. ágúst. Var hið sameinaða félag nefnt Flugleiðir,
og var stofnfundur þess haldinn 20. júlí. Flugfélag
íslands og Loftleiðir voru þó ekki lögð niður þegar
í stað. Millilandaflug félaganna var samræmt í októ-
ber. Loftleiðir hófu áætlunarflug til Chicago í maí.
Stofnað var nýtt flugfélag til vöruflutninga, Iscargo
hf., og tók það við af Fraktflugi hf. Þetta félag
og skipafélagið Hafskip hf. hófu skipulega sam-
vinnu sín á milli. Félagið Cargolux annaðist mikla
vöruflutninga til Austurlanda, einkum Hongkong.
Stofnað var nýtt flugfélag, B. R.-útsýnisflug, til að
annast útsýnisflug innanlands. Stofnað var Flug-
félag Austurlands til að annast flug innan Aust-
firðingafjórðungs. Flugfélagið Vængir keypti þrjár
nýjar flugvélar. — Gullfoss var seldur til Líbanons.
(110)