Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 117
Stjórnmál o. fl.
Stjórn Ólafs Jóhannessonar sat að völdum allt
árið. 16. júlí tók Björn Jónsson við embætti félags-
mála- og samgönguráðherra, en Hannibal Valdimars-
son lét af störfum. 21. maí var skrifstofa forseta
íslands flutt úr Alþingishúsinu í Stjórnarráðshúsið
við Lækjartorg. Miklar breytingar voru gerðar á
skipulagi og deildaskiptingu fjármálaráðuneytisins.
12. október lét Jóhann Hafstein af formennsku
Sjálfstæðisflokksins, en Geir Hallgrímsson tók við.
Nýr stjómmálaflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, var
stofnaður 1. desember, og var Bjarni Guðnason for-
maður hans.
Forsetahjónin fóru í opinbera heimsókn til Vest-
fjarða í ágústlok. Magnús Kjartansson iðnaðarráð-
herra fór í opinbera heimsókn til Tékkóslóvakíu í
apríl. Einar Ágústsson utanríkisráðherra fór í op-
inbera heimsókn til Póllands í maí.
Útvegur.
Heildaraflinn var 901299 tonn (árið áður
722 957). Freðfiskur var 270 845 tonn (269 488), salt-
fiskur 109 222 tonn (108 604), ísfiskur 63 990 tonn
(58 687), skreið 13 404 tonn (3344), niðursoðinn
og reyktur fiskur 195 tonn (233). Fiskmjölsfram-
leiðsla var 438 728 tonn (277 205). — Þorskaflinn
var 236 334 tonn (228 559), ýsu- og lýsuafli 34 747
tonn (29 559), ufsaafli 56 535 (59 951), spærlings-
afli 8 464 tonn (40), löngu- og blálönguafli 9119
tonn (6671), keiluafli 2365 (2839), steinbítsafli
10 556 tonn (9 040), karfaafli 28 587 tonn (32 759),
lúðu- og grálúðuafli 3147 tonn (5745), skarkola-
afli 4135 tonn (5129). Síldarafli var 43 335 tonn
(115)