Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 139
V innumarkaður.
Atvinnuleysi var lítið. í janúar voru 699 skráðir
atvinnulausir (árið áður 1103), í júní 225 (306),
í desember 790 (699). Allmargir útlendingar unnu
hér á landi, einkum norskir smiðir, sem unnu að
því að koma upp viðlagasjóðshúsunum. Ekki kvað
mikið að verkföllum á árinu. Verkfall vélstjóra í
frystihúsum á Reykjavíkursvæðinu stóð frá 12.
janúar til 24. janúar. 23. janúar hófst verkfall und-
irmanna á togaraflotanum og stóð það til 11. mars.
6. mars hófst verkfall yfirmanna á togaraflotan-
um, en endir var bundinn á það með lögum á Al-
þingi 22. mars. 9. maí gerðu flugmenn og flug-
vélstjórar verkfall, en deilan leystist eftir 84 klukku-
stunda samningafund. Verkalýðsfélag Vestmanna-
eyja hóf verkfall 18. september, en því lauk dag-
inn eftir. 9. nóvember hófst verkfall framreiðslu-
manna í veitingahúsum, og lauk því ekki fyrr en
9. janúar 1974. Flugfreyjur hófu verkfall 14. des-
ember, og lauk því 18. desember. Laun hækkuðu
nokkuð 1. mars og aftur 1. september. 16. desem-
her tókust samningar milli ríkisins og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, og gilda þeir til 30. júní
1976. Einstök félög í B.S.R.B. fengu aukinn samn-
ingsrétt. í júní fékk Bandalag háskólamanna við-
urkenndan samningsrétt. Ákveðið var, að lögreglu-
menn yrðu allir ríkisstarfsmenn frá 1. janúar 1974.
Póstur og sími tóku að sér innheimtu og greiðslu
orlofsfjár frá 1. maí. Landssamband lífeyrissjóða
verkalýðsfélaganna var stofnað í október, en ekki
ióku allir sjóðirnir þátt í sambandinu, því að mikl-
ar deilur stóðu um þátttöku atvinnurekenda í stjórn
sjóðanna. Flestöll ríkisfyrirtæki sögðu sig úr Vinnu-
(137)
L