Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 149
búnaður þessi leiddi í ljós, að í smástirnabeltinu
var mun minna af örsmáum ögnum en búist hafði
verið við. Að vísu bar nokkuð á ögnum sem
voru millimetri í þvermál eða þar um bil, en minni
agnir, frá 0,1 til 0,01 mm í þvermál, reyndust ekki
fleiri í beltinu en utan þess. Öllum til mikils léttis
varð Pioneer 10 ekki fyrir neinum skemmdum á leið
sinni gegnum smástirnabeltið. í febrúar 1973 var
hann kominn út úr beltinu aftur og átti þá fyrir
höndum tíu mánaða ferð til Júpíters.
Júpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu. Þver-
mál hans er 11 sinnum meira en þvermál jarðar
og hann gæti rúmað 1300 hnetti á borð við jörðina.
Fyrir tuttugu árum uppgötvuðu vísindamenn að
Júpíter, einn allra reikistjarna, sendir frá sér mjög
sterkar en breytilegar útvarpsbylgjur. Við nánari
rannsókn komust menn að þeirri niðurstöðu að þess-
ar bylgjur hlytu að myndast við hreyfingar raf-
hlaðinna agna sem bundnar væru í segulsviði Júpí-
ters og mynduðu um hann geislabelti hliðstæð þeim
geislabeltum (Van Allen beltunum) sem umlykja
jörðina. Af útvarpsbylgjunum frá Júpíter mátti
þó ráða, að segulsvið hans væri mun sterkara en
jarðar og geislabelti hans stærri í sniðum. Pioneer
10 var m. a. ætlað að kanna þessi geislabelti nánar,
en um leið þurfti að gera ráðstafanir til að verja
tæki flaugarinnar fyrir skemmdum í hinu sterka
geislasviði. Ekki var vitað með vissu hve sterk
geislunin kynni að vera, og eftir að Pioneer 10 var
lagður af stað, fengu menn þungar áhyggjur af að
tækin hefðu ekki verið nógu vel varin, en við því
varð ekki gert úr því sem komið var.
Hinn 26. nóvember varð Pioneer 10 fyrst var við
geislabelti Júpíters. Var flaugin þá um 7 milljón
(147)