Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 151
ters myndar sterkasta geislabeltið flata kringlu
umhverfis reikistjörnuna. Fyrir ofan og neðan þessa
kringlu, í átt til heimskautanna, er geislunin miklu
minni. Svo skarpa kringlulögun er ekki að sjá í
geislabeltum jarðar.
Hér hefur mikið verið rætt um geislabelti Júpí-
ters, og er nú mál til komið að víkja að öðru sem
fyrir augu bar í ferð Pioneers 10. Vegna fjarlægðar
var ekki tæknilega mögulegt að sjónvarpa beint frá
flauginni til jarðar, en engu að síður tókst að ná
mörgum myndum sem voru skýi’ari en þær sem
unnt er að taka gegnum sjónauka á jörðu niðri.
Myndirnar voru teknar í tveimur litum og með því að
bæta við þriðja litnum í sennilegu hlutfalli var unnt
að fá fram allgóðar litmyndir af risanum Júpíter.
Alkunna er, að fast yfirborð sést ekki á Júpíter,
heldur aðeins lofthjúpurinn sem umlykur reiki-
stjörnuna og talinn er geysilega þykkur. Júpíter
snýst mjög hratt um möndul sinn, og í lofthjúpn-
um koma fram ljós og dökk belti samsíða miðbaug.
Mælingar Pioneers 10 sýndu að dökku beltin eru
heldur heitari en þau ljósu, en yfirborð skýjanna
er annars mjög kalt, —130 til — 150°C. Hins vegar
reyndist varmaútgeislun Júpíters rösklega tvöfalt
meiri en sú geislun sem hann fær frá sólinni, og er
það sönnun þess að reikistjarnan er heit hið
innra. Pioneer 10 mældi innrauða geislun frá næt-
urhlið Júpíters og kom þá í ljós að hitastig loft-
hjúpsins þar er svo til hið sama og sólarmegin.
Meðan Pioneer 10 var að hverfa bak við Júpíter
frá jörðu séð, mátti ráða af útvarpsmerkjum frá
flauginni hve hátt hitastigið væri ofarlega í gufu-
hvolfi reikistjörnunnar, nánar tiltekið við 20 mb
þrýsting. Var svo að sjá sem hitastig þar væri rétt
(149)